Jórdanía

Fólksfjöldi: 11 milljónir

Tungumál: Arabíska

Gjaldmiðill: Jórdanskur Dínar

Höfuðborg: Amman

Country Flag

Jórdanía er land í Miðausturlöndum með landamæri að Sýrlandi í norðri, Írak í norðaustri, Sádí-Arabíu í austri og suðri og Ísrael og Palestínu í vestri. Aðgangur Jórdaníu að hafi er í gegnum Aqabaflóa sem liggur inn af Rauðahafinu. Jórdanía er konungsríki með þingbundinni konungsstjórn. Jórdanía er staðsett á landsvæði sem hefur verið kallað frjósami hálfmáninn en þar munu margar elstu siðmenningar heims orðið til enda er í landinu að finna ýmsar merkar fornminjar. Forna borgin Petra er líkegast sú þekktasta.

Að sækja um

Í Jórdaníu eru 31 háskólar; 10 ríkisreknir háskólar, 18 einkareknir háskólar, 1 héraðsskóli og 2 sérgreinaskólar. Um 42.000 alþjóðanemar sækja nám sitt í Jórdaníu frá 109 löndum. Þó að opinbert tungumál sé arabíska kennt er á ensku í flestum greinum háskólanna en umsækjendur eru hvattir til þess að athuga hverja grein fyrir sig sem þeir hyggjast sækja um. Allir þeir sem hafa lokið General Secondary Education Certificate, alþjóðlegaviðurkennt framhaldsskólanám (eins og t.d. International Baccalaureate sem kennt er í Menntaskólanum við Hamrahlíð) eða hafa fengið sitt nám metið af alþjóðaviðurkenndum aðila geta sótt um háskólanám í Jórdaníu.

Allir viðurkenndir og opinberir háskólar í Jórdaníu fylgja alþjóðakröfur um æðri menntastofnanir en gott er að athuga hvern skóla fyrir sig og hafa samband við alþjóðaskrifstofu skólans um hvort skólinn sé með alþjóðlega viðurkenningu fyrir framtíðaráætlanir umsækjandans.

Til þess að sækja um þarft þú að:

  1. Skoða skóla. Hvað vilt þú læra? Af hverju Jórdanía? Er boðið upp á námið í einum af þeim 31 háskólum?
  2. Hafðu samband við alþjóðanemateymi menntamálaráðuneyti Jórdaníu. Teymið aðstoðar þig við umsóknina og fylgigögn. Umsækjendur gætu þurft að senda inn námsyfirlit um fyrri nám, ferilskrá, tungumálapróf o.s.frv.
  3. Búa til fjármálaáætlun: skólagjöldin í Jórdaníu eru mismunandi fyrir hvern skóla og hverja námsleið. Upplýsingar um skólagjöld eru hægt að finna á heimasíðum skólanna en einnig getur alþjóðanemateymi Jórdaníu aðstoðað þig við leitina.
  4. Skipulagðu ferðina til Jórdaníu! Þegar þú ert búin að fá inngöngu í nám í Jórdaníu þarft þú að sækja um dvalarleyfi.

Að sækja um dvalarleyfi í Jórdaníu

Ríkisborgarar eftirfarandi landa þurfa ekki að sækja um dvalarleyfi: Bahrain, Egyptaland, Hong Kong, Japan, Kúveit, Óman, Katar, Sádí-Arabía, Sýrland, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Vatíkanið og Jemen.

Aðrir þurfa að sækja um dvalarleyfi og gera eftirfarandi:

  • Hafðu samband við jórdanska sendiráðið eða ræðisskrifstofu í því landi sem þú ert ríkisborgari.
  • Vera búin að fá samþykkta inngöngu í jórdanskan háskóla.
  • Sýna fram á fjármagn. Hér getur komið fram bréf frá lánasjóði námsmanna, bréf frá viðskiptabanka eða staðfesting um styrki.
  • Gilt vegabréf sem er með gildisdag ekki skemmri en sex mánuði frá endalok dvalar í Jórdaníu. Sem sagt ef námið er janúar 2023 - janúar 2026, þá þarf vegabréfið að vera í gildi til amk. júlí 2026.
  • Heilbrigðisvottorð. Upplýsingar um heilbrigðisskilyrði er hægt að finna hér.
  • Passamyndir af umsækjanda.

Hagnýt síða um hvernig sótt er um dvalarleyfi: Jordan Visa Requirements

Menntamálaráðuneyti Jórdaníu heldur utan um upplýsingaveitu um nám í Jordaníu fyrir alþjóðanema: International Student Affairs - Jordan

Leit að námi

Listi yfir viðurkennda jórdanska háskóla: Official Jordanian Universities

Það þarf að sækja um dvalarleyfi áður en þú ferðast til Jórdaníu, þetta er ekki það sama og að fara á túristavísa sem er oft sótt um á flugvellinum þegar þú lendir.

Upplýsingarnar um dvalarleyfi fyrir alþjóðanema er í stöðugri vinnslu, best er að hafa strax samband við alþjóðanemateymi Jardaníu um leið og þú veist hvað það er sem þú vilt læra.

Reynslusögur