Litháen

Fólksfjöldi: 2,6 milljónir

Tungumál: Litháíska

Gjaldmiðill: Litháískt litas

Höfuðborg: Vilníus

Country Flag

Litháen (Lietuva) er eitt Eystrasaltslandanna. Það á landamæri að Lettlandi í norðri, Hvíta-Rússlandi í austri og Póllandi og Kaliningrad (Rússlandi) í suðri. Í vestri liggur landið að Eystrasalti. Opinbert tungumál landsins, litháíska, er annað tveggja baltneskra mála sem enn eru töluð. Um aldir bjuggu nokkrar baltneskar þjóðir í landinu þar til Mindaugas sameinaði þær á fjórða áratug 13. aldar. Hann var fyrsti stórhertogi Litháen og síðan konungur. Stórhertogadæmið gekk í Lúblínsambandið árið 1569 og Pólsk-litháíska samveldið varð til. Þessu ríki var skipt milli nærliggjandi stórvelda, Rússlands, Prússlands og Austurríkis, frá 1772 til 1795 og stærstur hluti Litháens féll rússneska keisaradæminu í skaut. Undir lok fyrri heimsstyrjaldar 1918 lýsti Litháen yfir sjálfstæði. Árið 1940 lögðu Sovétmenn og síðan Þjóðverjar landið undir sig. Þegar Þjóðverjar hörfuðu 1944 lögðu Sovétmenn landið aftur undir sig og Sovétlýðveldið Litháen var stofnað árið 1945. Árið 1990 lýsti Litháen yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum, fyrst allra sovétlýðvelda.

Að sækja um

Í Litháen eru háskólar bæði opinberir og í einkaeigu. Í allt eru 35 háskólar eða háskólasetur í landinu. Sumir bjóða breitt úrval námstækifæra á meðan aðrir sérhæfa sig. Nokkrir skólar bjóða upp á nám á ensku, sérlega á framhaldsstigi. Skólaárið er frá 1. september til 30. júní.

Sótt er um beint til viðkomandi skóla og á vefsíðum þeirra er að finna upplýsingar um umsóknarfrest og kröfur um undirbúningsnám. Vegabréf skal vera gilt í a.m.k. eitt ár eftir komuna til landsins og sækja verður um bráðabirgðadvalarleyfi áður en lagt er af stað.

Íslenskt stúdentspróf ætti í flestum tilfellum að nægja sem undirbúningur. Fyrir sumar námsgreinar þarf þó töluvert háa meðaleinkunn til að komast inn og í öðrum eru haldin sérstök inntökupróf.

Flestar námsgreinar eru kenndar á litháísku en þó er hægt að finna nám á ensku, frönsku, þýsku og rússnesku. Í öllum tilfellum þarf góðan undirbúning í viðkomandi máli til þess að fá inngöngu og í mörgum tilfellum er krafist tungumálaprófs því til sönnunar. Skólar eins og Vilnius University, Department of Lithuanian Studies – Vytautas Magnus University in Kaunas– Kaunas University of Technology – Klaipėda University og  Šiauliai University halda regluleg sumarnámskeið í tungumálum sem undirbúning fyrir nemendur.

Námsgráður

Námsgráður eru þrjár:

  • Bakalauras, sem tekur yfirleitt 4 ár.
  • Magistras, framhaldsnám sem tekur 1½ til 2 ár í viðbót.
  • Doktorantura, sem tekur 3-4 ár þar í viðbót.

Skólagjöld

Skólagjöld eru mismunandi á milli háskóla og breytileg eftir fögum og námsstigi.  Þau geta verið allt frá 1.300 til 8.400 evrur á ári.

Búð í Uzupis, Litháen. Mynd tekin af Anton Ivanchenko.
Litháen. Mynd tekin af Igor Gubaidulin

Leit að námi

Hægt er að leita að námi og sækja um flesta skóla á vefnum LAMA PBO. Upplýsingar eru bæði á litháísku og ensku.

 

Nám á ensku

Á vefnum Study in Lithuania er hægt að leita að námi á ensku.

Hér er örstutt (en ekki tæmandi) yfirlit um helstu möguleikana:

Menntasjóður

Menntasjóður

Námsmenn geta fengið námslán til tungumálanáms ef það er nauðsynlegur undirbúningur undir frekara nám í landinu. Lánið er ekki greitt út fyrr en sýnt er fram á innritun í frekara lánshæft nám í sama landi eða málsvæði. Ekki er lánað til tungumálanáms til undirbúnings ef um er að ræða ensku.

Að flytja til

Dvalarleyfi

Innan 90 daga frá því að komið er til Litháen skal námsmaður sækja um tímabundið dvalarleyfi. Það skjöl sem hafa skal með eru: vegabréf, vottun frá skólanum um námið sem stundað er og húsaleigusamningur eða annað sem sýnir búsetu. Þessi skjöl eiga að vera á litháísku.

Húsnæði

Gott er að hafa samband við viðkomandi skóla og athuga með húsnæði í boði. Flestir, ef ekki allir háskólar, reka eigin stúdentagarða þar sem almenna reglan er að tveir námsmenn deila herbergi og sameiginleg baðherbergi eru á göngum. Þá deila nemendur eldhúsum.

Hér eru tvær húsnæðismiðlanir;
Solo society
Aruodas

Sjá einnig CasaSwap.com – International youth & student accommodation network. Hérna geta stúdentar í leit að húsnæði erlendis skráð sig í húsnæðisleit og einnig skráð sitt húsnæði til leigu eða skipta. Casa Swap er styrkt af Evrópusambandinu.

Sendiráð

Íslenska sendiráðið er í Helsinki en það litháíska í Kaupmannahöfn.

Styrkir

Tenglar