Black background, dark suitcase standing on beige carpet. In front of suitcase an old fashioned globe behind a hand holding a magnifying glass

Nám erlendis

Leiðarvísir í þremur skrefum

Hér fyrir neðan er stuttur leiðarvísir í þremur skrefum til að sækja um nám erlendis. Fyrsta skrefið hentar þeim sem eru að spá í að fara í nám erlendis, það næsta fyrir þau sem eru búin að ákveða að sækja um og síðasta skrefið veitir upplýsingar fyrir þau sem eru nú þegar úti í námi.

1.

Að velja nám

Langar þig í nám erlendis? Það er frábært! Strax í upphafi geta vaknað ýmsar spurningar, líkt og hvaða nám eigi að velja og í hvaða landi? Það er margt sem er gott að hafa í huga þegar sú ákvörðun er tekin, eins og hvort námið sé lánshæft og viðurkennt á Íslandi. Hér finnur þú það sem þarf að hafa í huga til að koma þér af stað í ferlinu.

2.

Sækja um nám

Veistu nú þegar hvert þig langar að fara og hvað þig langar að læra? Þá er ekkert annað að gera en að undirbúa umsókn. Skoðaðu þetta skref til að fá upplýsingar um ýmislegt sem þarf að hafa í huga þegar umsóknir eru gerðar, t.d. aðgangskröfur, umsóknarfresti og tungumálapróf.

3.

Í námi erlendis

Ertu nú þegar úti í námi? Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga meðan á námi stendur og í þessu skrefi finnur þú upplýsingar og gagnlega hlekki sem getur verið mikilvægt að vita um á meðan þú ert í námi erlendis.