Leiðbeiningar frá SÍNE um vandamál við notkun rafrænna skilríkja á farsímum erlendis.
Vandamál: Rafræn skilríki á farsímum virka ekki erlendis
Útskýring: Samskipti með rafrænum skilríkjum eiga sér stað með SMS boðum, ferlið brotnar þar sem viðkomandi fær ekki heimild frá sínu símafélagi til að senda boð til baka þegar hann á að staðfesta persónu sína. Boð berast þannig frá Auðkenni en svar notandans ekki til baka.
Lausn: Það þarf að tryggja að opið sé fyrir þjónustu sem leyfir sms sendingu frá útlöndum í símanúmerinu sem er tengt við rafrænu skilríkin.
Innan Evrópusambandsins/EES*
- Reglugerð um alþjóðlegt reiki gerir það að verkum að ef farsími er notaður í öðru landi innan EES á notkun að virka eins og á Íslandi
- Því er nóg að vera með hefðbundna áskriftarleið, mánaðarlega frelsisáfyllingu eða bara inneign.
- Opið sé fyrir notkun erlendis**.
Utan Evrópusambandsins/EES
- Inneign í frelsi EÐA hefðbundin farsímaáskrift þar sem rukkað er fyrir notkun***.
- Opið sé fyrir notkun erlendis**.
- Athugið að símafyrirtækið rukkar fyrir notkun rafrænna skilríkja líkt og verið sé að senda SMS frá útlandinu (sjá verðskrá hvers fyrirtækis).
** Þetta er yfirleitt stillt á mínum síðum hjá símafyrirtækjunum, einnig er hægt að hafa samband við þjónustuver. Athugið að passa að ef opið er fyrir þessar þjónustur þá geta fyrirtækin rukkað fyrir meira en notkun rafrænna skilríkja, t.d. símtöl, hefðbundin sms og netnotkun. Sum fjarskiptafyrirtæki bjóða upp á að loka fyrir netnotkun erlendis, þetta á ekki að hafa áhrif á notkun rafrænna skilríkja.
*** Ekki mánaðarleg frelsisáfylling (sbr. Mánaðarleg tilboðsáfylling hjá Nova, Þrenna hjá Símanum eða RisaFrelsi hjá Vodafone).
Að lokum bendum við á Auðkennis appið sem býður upp á notkun rafrænna skilríkja kostnaðarfrítt hvar sem er í heiminum óháð símafélögum, bæði á íslenskum og erlendum farsímanúmerum, svo lengi sem síminn/spjaldtölvan er tengd við internetið. Enn er verið að innleiða þessa tegund auðkenningar hjá mörgum fyrirtækjum/stofnunum en við vonumst til þess að það verði allsstaðar í boði innan skamms.