Ástralía

Fólksfjöldi: 25,8 milljónir

Tungumál: Enska

Gjaldmiðill: Dalur (dollari)

Höfuðborg: Canberra

Country Flag

Samveldið Ástralía (Commonwealth of Australia) skiptist í sex fylki og tvö svæði, hvert með sína höfuðborg. Landið er mjög strjálbýlt og býr þorri landsmanna í nokkrum stórum borgum við ströndina. Eyðimörk og kyrkingslegur gróður þekja meginhluta landsins. Menntun í landinu byggir að mestu leyti á breska menntakerfinu og þykir með þeim betri í heimi. Aðsókn erlendra nemenda hefur því aukist ár frá ári, þrátt fyrir umtalsverðan kostnað bæði við skólagjöld og ferðalög til og frá námsstað.

Að sækja um

Alls eru 43 háskólar í Ástralíu, þar af 3 reknir af einkaaðilum.  Skólaárið er oftast frá miðjum febrúar og stendur fram til loka nóvember. Það skiptist í haustönn sem hefst um miðjan febrúar, og vorönn sem hefst í lok júlí og lýkur í lok nóvember.  Umsóknarfrestir eru mismunandi eftir skólum. Umsóknareyðublöð fást hjá viðkomandi skóla, oftast á heimasíðum þeirra. Einkunnagjöf er mismunandi á milli háskóla í Ástralíu. Yfirleitt eru gefnir bókstafir sem síðan eru útskýrðir með orðum eins og „Distinction“. Hér má finna yfirlit.

Námsgráður

Námsgráður eru eftirfarandi:

  • Diploma: 1-2 ára nám sem veitir ýmis atvinnuréttindi en er einnig hægt að nota sem grunn að bachelormámi og gildir þá sem eitt ár.
  • Advanced Diploma: 1½-2 ára nám sem veitir ýmis atvinnuréttindi en er einnig hægt að nota sem grunn að bachelormámi og gildir þá sem eitt til tvö ár.
  • Associate Degree: 2 ára nám sem veitir ýmis atvinnuréttindi en er einnig hægt að nota sem grunn að bachelormámi og gildir þá sem eitt og hálft til tvö  ár.
  • Bachelor Degree: 3 ára nám að lágmarki.
  • Graduate Diploma: 1 árs nám sem bætist við bachelorsnám.
  • Master Degree: 1½-2 ár ofan á bachelorsnám. Hægt er að velja á milli náms sem byggist á fyrirlestrum, rannsóknum eða blöndu af þessu tvennu.
  • Doctorate (ph.d.): 3 ár að lágmarki eftir meistarapróf.

Skólagjöld

Skólagjöld eru greidd í ástralska háskóla og eru þau á á bilinu 16.000 og upp í 35.000 AUD á ári (u.þ.b. 1.5-3.3 milljónir króna) og fer það eftir fögum og skólum. Athygli námsmanna með börn á skólaaldri skal einnig vakin á því að greiða þarf fullt verð fyrir skólagöngu barnanna, þ.e. þau njóta ekki niðurgreiðslu ríkis og sveitarfélaga. Um verulega háar upphæðir kann að vera að ræða.

Leit að námi

Hér fyrir neðan eru ýmsar leitarvélar:

Nám á ensku

Allt háskólanám í Ástralíu fer fram á ensku. Íslenskir umsækjendur þurfa að taka enskupróf IELTS eða TOEFL.

Menntasjóður

Menntasjóður

Að flytja til

Dvalarleyfi: Sækja þarf um vegabréfsáritun (student visa) til að fá að stunda háskólanám í Ástralíu. Sendiráð Ástralíu gagnvart Íslandi er í Kaupmannahöfn, sjá hér fyrir neðan. Ástralska útlendingaeftirlitið Ástralska hagstofan

Húsnæði: Flestir háskólar reka stúdentagarða og er hægt að finna upplýsingar um þá á upplýsingavefjum þeirra. Hér fyrir neðan eru einnig krækjur á leitarvélar að húsnæði fyrir námsmenn: Student housing Australia Stúdentahúsnæði í Melbourne

Tryggingar: Áströlsk yfirvöld krefjast þess að erlendir nemendur kaupi sér sérstaka sjúkratryggingu (Overseas Student Health Cover (OSHC)), áður en þeir koma til landsins. Hjá nokkrum háskólum er tryggingin innifalin í skólagjöldum en aðrir krefjast viðbótargjalds fyrir hana, u.þ.b. 30 þúsund íslenskra króna (312 AUD) á ári. Tryggingin gildir ekki í öllum tilfellum og því getur verið nauðsynlegt að kaupa sér aukatryggingu.

Íslendingafélag:  Íslendingafélagið í New South Wales

Sendiráð:

Utanríkisráðuneytið annast sendiráðstörf fyrir Íslands hönd en ástralskt sendiráð er í Kaupmannahöfn.

Reynslusögur

Styrkir

Tenglar