Egyptaland

Fólksfjöldi: 102 milljónir

Tungumál: Arabíska

Gjaldmiðill: egypskt pund

Höfuðborg: Kaíró

Country Flag

Egyptaland er eitt fjölmennasta land Afríku. Strandlengja landsins í norðri liggur að Miðjarðarhafi og í austri að Rauðahafi, en auk þess á landið landamæri að Líbíu, Súdan og Ísrael. Egyptaland er sögufrægt land og státar af einni elstu siðmenningu heimsins. Þar er að finna mörg stórfengleg minnismerki um forna sögu landsins, þó þekktastir séu pýramídarnir í Giza. Önnur þekkt minnismerki eru rústir borgarinnar Þebu, hin miklu hof í Karnak og Dalur konunganna nálægt borginni Lúxor, en í borginni er eitt stærsta samansafn fornminja heims. Egyptaland var um tíma undir stjórn Breta en lýst var yfir sjálfstæði árið 1922 og stofnun egypska lýðveldisins árið 1953.

Að sækja um

Í Egyptalandi eru u.þ.b. 30 opinberir háskólar og nærri 50 einkareknir.

Þeir sem sækja nám til Egyptalands eru oft í leit að tungumálanámi (arabísku), sagnfræði, fornleifafræðum eða mið-austurlandafræði. Flestir erlendir nemar stunda nám í einhverjum af einkareknu háskólum Egyptalands, en þeirra þekktastir eru skólar sem byggja á bandarísku, bresku, frönsku eða þýsku háskólakerfi.

Einkaskólar leggja áherslu á framboð sem höfðar einnig til erlendra nemenda. Margir kenna á ensku og því er yfirleitt er beðið um TOEFL próf til staðfestingar á enskukunnáttu. Aðrir einkareknir skólar kenna á tungumálum þeirra landa sem þeir byggja uppsetningu náms síns á. Skólagjöldin eru há en stúdentar geta sótt um styrki til að greiða þau.

Nauðsynlegt er að skoða vefi hvers þeirra um sig til að komast að námsframboði, umsóknarfresti og hvaða gögn er nauðsynlegt að senda inn með umsókn.

 

Námsgráður

Skólakerfið í Egyptalandi er byggt upp líkt og hið evrópska, eða bandaríska, með grunn-, meistara- og doktorsnámi.

Skólagjöld

Erlendir nemar geta vænst þess að greiða allt að 7-17.000 USD fyrir eitt ár einkareknum háskólum í Egyptalandi.

Leit að námi

Hér er listi yfir háskóla í Egyptalandi

Nám á ensku

Í opinberum skólum í Egyptalandi er yfirleitt kennt á arabísku nema annað sé tekið fram en nám í erlendum háskólum í landinu fer yfirleitt fram á tungumáli þess lands sem skólinn byggir nám sitt á. Í skólum sem kenna á ensku þarf TOEFL próf til staðfestingar á enskukunnáttu.

Menntasjóður

Nauðsynlegt er að athuga hvort Menntasjóður láni til náms í Egyptalandi.

Að flytja til

Dvalarleyfi og sendiráð:

Námsleyfi er hægt að fá annað hvort fyrir dvöl eða eftir er að komið er til landsins á ferðaáritun (þá þarf að sækja um námsleyfið innanlands). Best er að hafa samband við sendiráð Egyptalands í Noregi sem sér um vegabréfsáritanir fyrir Íslendinga.

Húsnæði: 

Margir skólanna eru með eigin stúdentagarða þar sem hægt er að sækja um herbergi þegar skólavist hefur verið staðfest.

Tenglar