Frakkland

Fólksfjöldi: 65 milljónir

Tungumál: Franska

Gjaldmiðill: Evra

Höfuðborg: París

Country Flag

Frakkland (République française eða France) er land í Vestur-Evrópusem nær frá Miðjarðarhafi í suðri að Ermarsundi í norðri og frá Ríní austri að Atlantshafi í vestri. Vegna lögunar landsins gengur það oft undir heitinu „sexhyrningurinn“ (fr.Hexagone) hjá Frökkum sjálfum. Franska ríkinu tilheyra einnig landsvæði í Norður-Ameríku, á Antillaeyjum, í Suður-Ameríku, í Indlandshafi, í Kyrrahafi bæði norðan og sunnan miðbaugs og á Suðurskautslandinu.

Að sækja um

Inntökuskilyrði í háskóla er stúdentspróf sem er samsvarandi franska Baccalauret (Bac).

Sótt er um rafrænt beint í gegnum háskólana. Sumir háskólar óska eftir að erlendir nemendur skili niðurstöðum úr GRE, GMAT eða LSAT tungumálaprófum. Á Study in France er að finna greinargóðar upplýsingar um umsóknarferlið við franska háskóla, hvort sem er vegna grunnnáms, framhaldsnáms eða doktorsnáms.

Vefurinn Parcoursup er nýtt platform fyrir erlenda nemendur sem hyggja á grunnnám í frönskum háskólum. Nokkurs konar forskráning til að auðvelda þeim umsóknarferlið og fá ábendingar um hvað myndi henta þeim best.

Umsóknarfrestur er yfirleitt frá 20. janúar til 20. mars. Misjafnt eftir háskólum og námsstigi.

Skólaárið er frá október- júní.

 

Námsgráður

Í Frakklandi eru bæði ríkisreknir háskólar og einkareknir. Einnig eru þar svokallaðir Les Grandes Ecoles, sem eru háttsettir aðallega innan verkfræði- og viðskiptagreina. Frakkland státar m.a. af viðskipta- og tækniháskólum sem þykja meðal þeirra bestu í heimi.

Auk þess bjóða margir skólar upp á tveggja ára starfsmenntun/tæknimenntun á háskólastigi: Les Sections de Techniciens Superieurs (STS) og Les Instituts Universitaires de Technologie (IUT)

LMD kerfið (Licence / Master / Doctorat):

  • Licence (jafngildir Bachelor) er tekið á þremur árum. „Licence généraliste” er fyrir nemendur sem vilja stunda mastersnám, og „Licence professionnelle” fyrir þá sem vilja fara beint í vinnu að loknu grunnnámi.
  • Mastère er tveggja ára nám að loknu Licence. Það er hægt að taka ferns lags meistaragráður; Mastère Spécialisé (MS), Mastère en Science (MSc), Master of Art (MA) og Master of Business Administration (MBA).
  • Doctorat, eða doktorsnám, tekur u.þ.b. 3 ár til viðbótar við Master.

Skólagjöld

Skólagjöld eru ekki í ríkisháskólana en innritunargjald er á bilinu 300 – 800 evrur. Í einkaskóla eru skólagjöld yfirleitt á bilinu 2 770 – 3 770 € á ári.

Leit að námi

Campus france – Upplýsinga- og leitarvél ætluð erlendum stúdentum sem vilja nema í Frakklandi.

Nám í Frakklandi – leitarvél. Hægt að sjá hvaða nám er í boði eftir stúdentspróf með því að velja Apres le bac á stikunni.

Stages Emplois – hægt að leita eftir starfsheitum í stafrófsröð. Gefur upplýsingar um hinar ýmsu línur innan starfsins og hvar megi læra það.

La Conférence des présidents d’université, góð síða um háskóla í Frakklandi.

Mines París Tech – tækniskólar og menntastofnanir í París.

Listaháskólar
Centre nationales des arts plastiques – CNAP

Listaháskólar í Frakklandi – ANdÉA 

CampusArt

Nám á ensku

Námsleiðum kenndum á ensku hefur fjölgað mikið á undanförnum árum í Frakklandi og nú er að finna u.þ.b. 500 námsleiðir á ensku í frönskum háskólum, aðallega mastersnám en einnig eitthvað í grunnnámi. Hérna er hægt að finna nám kennt á ensku í Frakklandi. Velja Studying – Find your Programme – Programs in English.

Menntasjóður

Mikilvægt er að hafa góða frönskukunnáttu til þess að ráða við nám í Frakklandi. Menntasjóður veitir framfærslulán í eina önn til að læra frönsku, ef viðkomandi ætlar í áframhaldandi nám í landinu.

Franska fyrir útlendinga við franska háskóla og aðra skóla sem teljast viðurkenndir og eru líklega lánshæfir.

Að flytja til

Dvalarleyfi
Frakkland er á Evrópska efnahagssvæðinu og ekki er nauðsynlegt að skrá sig inn í landið. Sérstakar reglur gilda varðandi Covid-19.

Húsnæði
Það getur verið erfitt að komast inn á stúdentagörðum í Frakklandi, sérstaklega í París þar sem aðeins 2.000 íbúðir eru í boði fyrir 300.000 námsmenn. Bæði franskir og erlendir námsmenn þurfa því að finna leiguhúsnæði á almennum markaði. Í öðrum borgum en París er bæði auðveldara að finna húsnæði og ódýrara. Erlendir námsmenn eiga eins og Frakkar rétt á húsaleigubótum frá franska ríkinu. Frekari upplýsingar um þær er að finna á heimasíðu CAF. Á CasaSwap.com International youth & student accommodation network geta stúdentar í leit að húsnæði erlendis skráð sig í húsnæðisleit og einnig skráð sitt húsnæði til leigu eða skipta. Casa Swap er styrkt af Evrópusambandinu.

Sendiráð
Krækja á franska sendiráðið á Íslandi og íslenska sendiráðið í Frakklandi. 

Reynslusögur

Styrkir

Tenglar