Kína

Fólksfjöldi: 1.445 milljónir

Tungumál: Kínverska (mandarín)

Gjaldmiðill: Renminbi (yuan)

Höfuðborg: Beijing

Country Flag

Alþýðulýðveldið Kína (中国) nær yfir megnið af því svæði sem í menningarlegu, landfræðilegu og sögulegu samhengi hefur verið kallaðKína. Allt frá stofnun þess árið 1949 hefur ríkið verið undir stjórnKommúnistaflokks Kína. Það er fjölmennasta ríki veraldar með yfir 1,4 milljarða íbúa. Það er stærsta ríki Austur-Asíu að flatarmáli og það fjórða stærsta í heiminum. Höfuðborgin er Peking. Í Kína búa mörg þjóðarbrot og formlega eru 56 slíkir hópar viðurkenndir. Margir þeirra, svo sem Naxi og Yi, hafa eigin tungumál og skrift. Langstærstur hluti Kínverja telur sig þó tilheyra Han-hópi eða rúmlega 92%. 

Að sækja um

Íslendingar geta sótt um nám við kínverska háskóla án milligöngu íslenskra háskólastofnana. Fjölmargir kínverskir háskólar bjoða uppá námsbrautir sérstaklega ætlaðar erlendum nemendum. Í þeim tilfellum er kínverskukunnátta ekki alltaf skilyrði fyrir inntöku.

Yfir 2000 háskólar eru í Kína og þar af taka 600 á móti erlendum nemendum.

Yfirleitt þarf stúdentspróf til að stunda háskólanám í Kína og einnig kunnáttu í kínversku. Flestir Íslendingar sem hafa farið í nám í Kína hafa lært kínversku. Sótt er um rafrænt í gegnum Cucas vefinn. Gera má ráð fyrir að þurfa að láta þýða prófskírteini yfir á kínversku. Nauðsynleg gögn með umsókn eru stúdentsprófsskírteini, vottorð um góða heilsu, ferilskrá og bréf þar sem útskýrt er af hverju námsmaðurinn hafi áhuga á viðkomandi skóla og námi auk meðmælabréfs.

Umsóknarfrestur er misjafn milli skóla en gera skal ráð fyrir a.m.k. sex mánaða tíma í meðhöndlun á umsókn.

Nær allt nám fer fram á kínversku (mandarín) en þó hefur framboð á námi aukist aðeins undanfarin ár. Margir háskólar bjóða upp á nám í kínversku fyrir útlendinga. Námið skiptist í 11 þrep og er talið að þrep 3 sé nauðsynlegt til að búa í landinu og þrep 7 til að hefja nám á háskólastigi. Fyrir fólk sem kann enga kínversku er gott að reikna með að nema hana í 1-2 ár áður en háskólanám í öðru fagi hefst. Yfirleitt er krafist prófsins Hanyu Shuiping Kaoshi (HSK) sem ekki er hægt að taka hér á landi. Best er að spyrjast fyrir um möguleika á því að taka prófið við hann háskóla sem sækja á um. Háskóli Íslands býður upp á diplomanám í kínverskum fræðum og er það nám oft fyrsta skref Íslendinga á leið í nám í Kína.

Námsgráður

  • Bachelor (grunnám) – Xueshi – benke (minnst 4 ár)
  • Master (framhaldsnám) – Shoshi (minnst 2 ár)
  • Doctor (doktorsnám) – Boshi (minnst 3 ár)

Skólagjöld

Skólagjöld fyrir erlenda nemendur eru almennt á bilinu 2.500 – 10.000 USD á ári, sums staðar jafnvel enn hærri. Sumir evrópskir háskólar eru með útibú í Kína og rukka ekki skólagjöld fyrir allar námsbrautir.

Leit að námi

Hægt er að sækja um námsstyrki til Kína á þrennan hátt:

  • Rannís sér um að auglýsa opinbera styrki sem veittir eru af China Scholarship Council. Auglýst er í upphafi árs og rennur umsóknarfrestur út um miðjan mars.
  • Sumir kínverskir háskólar bjóða eigin styrki. Sótt er um á vef þeirra og sjá þeir sjálfir um allt ferlið.
  • Íslendingar geta sem EES borgarar sótt um styrk í gegnum sendiráð Kína gagnvart Evrópusambandinu. Frestur er í byrjun mars hvert ár.

Nám á ensku

Leitarvél á ensku að námi í Kína

Grunnnám (BA) kennt á ensku í Kína

Menntasjóður

Menntasjóður

Námsmenn geta fengið námslán til tungumálanáms ef það er nauðsynlegur undirbúningur undir frekara nám í landinu. Lánið er ekki greitt út fyrr en sýnt er fram á innritun í frekara lánshæft nám í sama landi eða málsvæði.

Að flytja til

Dvalarleyfi

Íslendingar þurfa vegabréfsáritun vilji þeir heimsækja Kína. Kínversk stjórnvöld hafa tilkynnt um herta framkvæmd á útgáfu vegabréfaáritana til Kína. Í ljósi þess bendir sendiráðið öllum sem hagsmuni eiga að gæta að leita sér öruggra upplýsinga. Minnt er á að sækja um áritanir með sem allra lengstum fyrirvara. Kínverska sendiráðið í Reykjavík annast útgáfu vegabréfsáritana á Íslandi og á heimasíðu þeirra er hægt að nálgast ýmsar upplýsingar.

Athugði sérstaklega þær kröfur sem gerðar eru til bólusetninga á hverju svæði innan Kína.

Húsnæði

Margir háskólar eru með stúdentagarða þar sem boðið er upp á 1-2 manna herbergi búin húsgögnum. Í nágrenni sumra þeirra er hægt að leigja íbúðir með 2-3 svefnherbergjum.

Leitarvél að húsnæði fyrir námsmenn.

Sendiráð

Krækjur á kínverska sendiráðið á Íslandi og íslenska sendiráðið í Kína. 

Styrkir

Tenglar