Kýpur

Fólksfjöldi: 1.2 milljónir

Tungumál: (Kýpversk) gríska og tyrkneska

Gjaldmiðill: Evra

Höfuðborg: Nikósía

Country Flag

Kýpur (Κύπρος) er eyja í eystri hluta Miðjarðarhafsins sunnan við Tyrkland og vestan við Sýrland og Líbanon. Kýpur er þriðja stærsta og þriðja fjölmennasta eyja Miðjarðarhafsins. Kýpur fékk sjálfstæði frá Bretlandi árið 1960, fyrir utan herstöðvasvæðin Akrótírí og Dekelíu sem eru enn undir breskri stjórn. Eyjan skiptist í tvo hluta og stjórna Kýpurgrikkir vestari hluta hennar en Kýpurtyrkir þeim eystri og minni eftir innrás Tyrklands árið 1974. Þá höfðu staðið yfir átök milli grískumælandi og tyrkneskumælandi íbúa um margra ára skeið. Tyrkir viðurkenna ekki sjálfstæði gríska hlutans og telja þann tyrkneska til Tyrklands. Sá hluti er aðeins viðurkenndur af Tyrklandi en alþjóðasamfélagið lítur á hann sem hernumið svæði. Kýpur er vinsælt ferðamannaland.

Að sækja um

Þrír opinberir háskólar eru á Kýpur og aðrir þrír reknir af einkaaðilum:

Kýpurháskóli – University of Cyprus
Open University of Cyprus
Cyprus University of Technology

European University Cyprus

Frederick University
University of Nicosia
Neapolis University

Kýpurháskóli er langstærstur og sá eini sem býður upp á háskólanám á öllum stigum, nær eingöngu á grísku. Hinir skólarnir bjóða upp á eins til þriggja ára háskólanám m.a. kennaranám, viðskiptagreinar, ferðamálanám, landbúnaðarfræði og tölvunám. Kennsla í þessum skólum fer að miklu leyti fram á ensku. Reikna þarf með að sýna fram á kunnáttu í ensku t.d. með TOEFL eða IELTS prófi. Hafa ber í huga að ekki allt nám við einkaskólana er viðurkennt sem háskólanám. Kýpurháskóli býður upp á nám í grísku fyrir útlendinga.

Sótt er um til hvers skóla fyrir sig í gegnum umsóknarform á vefsíðum þeirra.

Skólaárið hefst í september og lýkur í júní. Það skiptist í tvö misseri.

 

Námsgráður

Háskólagráður

  • Fyrsta háskólagráða kallast Ptychio, bachelor, og lýkur eftir 3 – 4 ára nám.
  • Master, mastersgráða tekur yfirleitt tvö ár eftir bachelorgráðuna.
  • Doktor, ph.d., tekur minnst 3 ár eftir mastersnámið.

Gráður við aðra skóla á háskólastigi

  • Certificate, fæst eftir eins árs nám.
  • Diploma, eftir tveggja ára nám.
  • Higher Diploma, eftir þrjú ár.

Skólagjöld

Það er mismunandi hver skólagjöldin eru og hvort það eru skólagjöld yfirleitt. Þær upplýsingar er að finna á vefsíðum hvers skóla fyrir sig.

Leit að námi

Ekki eru til neinar leitarvélar sem ná yfir allt háskólanám á Kýpur heldur verða væntanlegir nemendur að skoða framboð hvers háskóla fyrir sig. Gagnlegt er að leita upplýsinga á Study in Cyprus.

Nám á ensku

Fyrir utan Kýpurháskóla, er kennt nær eingöngu á ensku í háskólum landsins. Kýpurháskóli býður þó einnig upp á nám á ensku og sérstaka braut fyrir útlendinga sem vilja læra grísku.

Menntasjóður

Menntasjóður

Námsmenn geta fengið námslán til tungumálanáms ef það er nauðsynlegur undirbúningur undir frekara nám í landinu. Lánið er ekki greitt út fyrr en sýnt er fram á innritun í frekara lánshæft nám í sama landi eða málsvæði. Ekki er lánað til tungumálanáms til undirbúnings ef um er að ræða ensku.

Að flytja til

Dvalarleyfi

Upplýsingar um dvalarleyfi fyrir námsmenn á Kýpur. Athugið sérstaklega að Íslendingar njóta ekki sömu kjara og íbúar ESB.

Húsnæði

Kýpurháskóli rekur eigin stúdentagarða.

Erasmusu.com vefurinn er með leigumiðlun fyrir námsmenn í Nikósíu.

Sendiráð

Utanríkisráðuneytið annast sendirráðsstörfin og kýpverkst sendiráð er í Kaupmannahöfn.

Reynslusögur

Styrkir

Tenglar