Mexíkó

Fólksfjöldi: 130 milljónir

Tungumál: Spænska

Gjaldmiðill: Mexíkóskur peseti

Höfuðborg: Mexíkóborg

Country Flag

Mexíkó eða Sameinuðu Mexikönsku fylkin (Estados Unidos Mexicanos) eru sjálfstætt ríki í Norður Ameríku. Það á landarmæri við Bandaríkin í norðri, Kyrrahafið í suðri og vestri, Guatemala, Belize og Karabískahafið í suðaustri og Mexíkóflóa í austri. Mexikó er ellefta fjölmennasta ríki í heimi og fjölmennasta spænskumælandi ríkið. Fleiri en 1.000 stofnanir bjóða upp á framhaldsnám í Mexikó, bæði opinberar og einkareknar.

Námsgráður

Grunnám/Bachelorgráða (Licenciatura) tekur fjögur eða fimm ár. Gráðunni lýkur með skriflegu og munnlegu prófi. Skrifað er lokaverkefni sem síðan er varið munnlega. Það er hægt að finna einstaka námskeið sem kennt er á ensku á grunnámsstigi.

Meistaragráða (Mastería) tekur eitt til tvö ár. Í Mexíkó er mikið námsframboð og hægt er að finna þó nokkrar námsleiðir sem kenndar eru á ensku.

Doktorsnám (Doctorado) tekur þrjú til fjögur ár.

Skólagjöld

Í Mexíkó eru skólagjöld í opinberum skólum eru þau um 900.000- 1.500.000 þús. en í einkaskólum tæplega tvær milljónir. Gjöldin fara eftir stofnunum og námsleiðum svo athuga verður hjá hverri stofnun fyrir sig.

Leit að námi

Þú finnur nám í gegnum leitarvélina Estudios universitarios en México.

Þeir skóla sem viðurkenndir eru á alþjóðavísu eru:

Nám á ensku

Kennsla fer fram á spænsku.

Menntasjóður

Menntasjóður

Að flytja til

Áritanir

Nauðsynlegt er að sækja um áritun sem erlendur námsmaður í Mexíkó, ef námið varir lengur en hálft ár. Íslenskt sendiráð fyrir Mexíkó er í Kaupmannahöfn og er sótt um áritun þar. Þá þarf að fylgja með staðfesting á skólavist, vottun frá banka eða Menntasjóði um að námsmaðurinn geti séð fyrir sér á námstímanum og kvittun fyrir greiðslu fyrir áritunina. Athugið sérstaklega að nemaáritun gefur ekki leyfi til vinnu í landinu. Innan 30 daga frá komunni til Mexíkó, er svo nauðsynlegt að skrá sig hjá þarlendu hagstofunni. Sendiráðið veitir allar frekari upplýsingar.

Húsnæðismál

Langflestir háskólar í Mexíkó eru með eigin stúdentagarða og gott er að byrja á að búa þar. Erfitt getur reynst að finna annað húsnæði áður en til landsins er komið en hins vegar er algengt að stúdentar leigi íbúðir (jafnvel margir saman) þegar þeir hafa náð að kynnast aðstæðum.

Styrkir

Tenglar