Portúgal

Fólksfjöldi: 10,1 milljónir

Tungumál: Portúgalska

Gjaldmiðill: Evra

Höfuðborg: Lissabon

Country Flag

Portúgal er á vesturströnd Íberíuskagans í Suðvestur-Evrópu. Portúgal á landamæri að Spáni en nokkrir eyjaklasar á Atlantshafi tilheyra einnig Portúgal, þeirra stærstir eru Asóreyjar og Madeira. Portúgal dagsins í dag á rætur sínar að rekja til byltingar árið 1974, þegar einræðisstjórn landsins var steypt af stóli. Frá því landið gekk í Evrópubandalagið (nú Evrópusambandið) árið 1986 hafa framfarir í landinu verið miklar, þrátt fyrir að það sé ennþá meðan fátækustu landa í Vestur-Evrópu. Fyrsti háskóli Portúgals — O Estudo Geral (Í dag Háskólinn í Coimbra) — var stofnaður þann 1. mars 1290 í Lissabon samkvæmt tilskipun frá Dinis konungi og er næstelsti háskóli í Evrópu. Saltfiskur er sérstaklega vinsæll í landinu (bacalhau á portúgölsku) enda sagt að Portúgalar kunni 365 leiðir til að elda saltfisk.

Að sækja um

Í Portúgal eru 16 opinberir háskólar, 15 háskólar á verknámsstigi (polytechnics) og 30 einkaskólar á háskólastigi.

Í Portúgal er sótt um allt nám rafrænt a.m.k. 4 mánuðum áður en námið hefst. Umsókn skal fylgja löggilt þýðing yfir á portúgölsku af prófgráðum.

Fyrir framhaldsnám er sótt beint um til viðkomandi skóla.

Skólaárið er yfirleitt frá september – júlí.  Próftíminn er í febrúar og í júní/júlí
Margir háskólar bjóða upp á portúgölskunám á sumrin.

Íslenskt stúdentspróf ætti að veita aðgang að öllu námi en þó hefur færst í vöxt að einstakar deildir háskólanna krefjist aðgangsprófs.

Námsgráður

Portúgalskar námsgráður fylgja svonefndum Bologna ferli sem skiptist í bakkalárnám, meistaranám og doktorsnám.

Skólagjöld

Grunnám í ríkisskólum kostar 1.500 evrur á ári og í einkaskólum milli 5.000 og 7.000 evrur. Í meistaranám er árgjaldið frá 2.000 til 4.000 evrur á ári.

Leit að námi

Bachelorsportal – leitarvél að grunnnámi í Portúgölskum háskólum.

Nám á ensku

Framboð á námi á ensku hefur aukist í Portúgal á undanförnum árum, sérstaklega á meistarastigi. Mastersportal er leitarvél fyrir meistaranám á ensku.

Menntasjóður

Menntasjóður

Ponta da Piedade, Lagos, Portúgal. Mynd tekin af KOBU Agency

Að flytja til

Dvalarleyfi

Portúgal er á Evrópska efnahagssvæðinu og þá gilda eftirfarandi reglur:
Þegar komið er út þarf að skrá sig inn í landið. Þá er mikilvægt að hafa með sér vottorð um skólavist (acceptance letter) og fjárhagsvottorð (t.d. frá Menntasjóði eða banka) um að þú getir fjármagnað dvöl þína í landinu. Einnig er mikilvægt að hafa með sér Evrópska sjúkratryggingakortið.  Auk þess þarf að hafa með sér gilt vegabréf. Eftir 6 mánaða dvöl færðu síðan sömu réttindi og heimamenn varðandi sjúkratryggingu. Ekki þarf sérstakt atvinnuleyfi til að vinna í öðru EES landi.

Húsnæði

Húsnæði fyrir stúdenta í Portúgal –  Spot a homeSociedade Promotora de Residências Universitarias, Erasmusu.com.
Sjá einnig CasaSwap.com – International youth & student accommodation network. Hérna geta stúdentar í leit að húsnæði erlendis skráð sig í húsnæðisleit og einnig skráð sitt húsnæði til leigu eða skipta. Casa Swap er styrkt af Evrópusambandinu.

Sendiráð

Íslenska sendiráðið í París annast sendiráðsstörf fyrir Íslands hönd og Portúgalska sendiráðið Osló sendiráðstörf fyrir Portúgal gagnavart Íslandi. 

Porto, Portúgal. Mynd tekin af Roya Ann Miller.

Styrkir

Tenglar