Rúmenía

Fólksfjöldi: 18,9 milljónir

Tungumál: Rúmenska

Gjaldmiðill: Leu

Höfuðborg: Búkarest

Country Flag

Rúmenía er land í Suðaustur-Evrópu vestur af Svartahafi. Rúmenía á landamæri að Úkraínu og Moldóvu í norðaustri, Ungverjalandi og Serbíu í vestri og Búlgaríu í suðri. Í miðju landinu er Transilvaníusléttan, sem er afar frjósöm og fjalllend. Rúmeníu er skipt upp í 41 sýslu eða judeţe. Landið er eitt það fátækasta í Evrópu, þrátt fyrir hraðann vöxt á árunum 2001 til 2008. Dregið hefur úr þeim vexti hin síðari ári og fólksflutningar frá landinu hafa verið umtalsverðir. Rúmenía er eitt af stærstu vínræktarlöndum í Evrópu og þar er töluverð olíuframleiðsla.

Að sækja um

Það eru 49 opinberir háskólar og 8 einkareknir háskólar í Rúmeníu. Yfirleitt er kennt á rúmensku en þó er hægt að finna nám á ensku, frönsku eða þýsku. Skólaárið, sem skiptist í tvær annir, hefst í októberbyrjun og því lýkur í júní eða júlí.

Háskólasetur (colegii universitare)  bjóða upp á 2-3 ára nám sem leiðir til diplomagráðu (Diploma de Absolvire) sem síðan er hægt að nota til að byggja ofan á í háskólum.

Íslenskt stúdentspróf nægir til að sækja um háskólanám í Rúmeníu en hins vegar eru aðgangspróf algeng í mörgum deildum. Í listnámi er beðið um möppu (portfolio) sem sýnir verk umsækjanda. Yfirleitt er beðið um prófskírteini úr tungumálaprófi á því máli sem námið fer fram.

Umsóknarfrestur er misjafn og nauðsynlegt er að leita upplýsinga á vefsíðum skólanna.

Námsgráður

Grunnmenntum sem leiðir til Diploma de Licenta takur að lágmarki 3 ár.

Framhaldsmenntun sem leiðir annað hvort til Diploma de Master eða Diploma de Studii Aprofundate tekur 1-2 ár.  Síðartalda gráðan veitir ekki aðgang að doktorsnámi

Doktorsnám sem leiðir til Diploma de Doctor in Stiinte tekur 4-6 ár.

Skólagjöld

Skólagjöld eru misjöfn, frá um 380.000 til um 800.000 íslenskar krónur á ári.

Sighișoara, Rúmenía. Mynd tekin af Jan Henckens
Klettur í Rúmeníu. Mynd tekin af John Tofan.

Leit að námi

Top Universities – yfirlit yfir háskóla í Rúmeníu.
Listi yfir háskóla í Rúmeníu.
Study EU – bestu háskólarnir í Rúmeníu og leitarsíður.
Study in Romania.

Nám á ensku

Study in Romania – nám á ensku.

Menntasjóður

Menntasjóður

Námsmenn geta fengið námslán til tungumálanáms ef það er nauðsynlegur undirbúningur undir frekara nám í landinu. Lánið er ekki greitt út fyrr en sýnt er fram á innritun í frekara lánshæft nám í sama landi eða málsvæði. Ekki er lánað til tungumálanáms til undirbúnings ef um er að ræða ensku, dönsku, norsku eða sænsku.

Fyrir þá sem hug hafa á námi í Rúmeníu er nauðsynlegt að hafa samband við Menntasjóð til að athuga hvort það námið telst lánshæft, þar sem ekki hefur verið lánað til náms í Rúmeníu áður.

Að flytja til

Dvalarleyfi

Íslenskir námsmenn þurfa ekki að sækja um dvalarleyfi áður en farið er til Rúmeníu en hins vegar skulu námsmenn sækja um dvalarleyfi til eins árs innan 90 daga eftir að komið er til landsins. Upplýsingar er að finna hjá kjörræðismanni Rúmeníu á Íslandi.

Húsnæði

Best er að hafa samband við viðkomandi skóla og fá upplýsingar um það húsnæði sem er í boði. Flestir skólar hafa stúdentaíbúðir til boða.

Erasmusu
Study in Romania – upplýsingar um húsnæði fyrir stúdenta.

Sjá CasaSwap.com – International youth & student accommodation network. Hérna geta stúdentar í leit að húsnæði erlendis skráð sig í húsnæðisleit og einnig skráð sitt húsnæði til leigu eða skipta. Casa Swap er styrkt af Evrópusambandinu.

Sendiráð

Bæði íslenskt sendiráð gagnvart Rúmeníu og rúmenskt sendiráð gagnvart Íslandi eru í Kaupmannahöfn. 

Styrkir

Tenglar