Slóvakía

Fólksfjöldi: 5,5 milljónir

Tungumál: Slóvakíska

Gjaldmiðill: Evra

Höfuðborg: Bratislava

Country Flag

Að sækja um

Í Slóvakíu starfa 33 stofnanir á háskólastigi, 33 einkaskólar, þrír reknir af beint af ríkinu og 20 eru opinberir. Þeir skiptast í:

  • Univerzity (háskólar), þar á meðan Tækniháskóli, Hagfræðiháskóli, kennaraháskóli og landbúnaðarháskóli.
  • Vysoké Skoly (æðri menntastofnanir), þar á meðal listaskólar, herskólar, lögregluskóli og læknaskóli.

Skólaárið skiptist í tvær annir og hefst í byrjun september og lýkur í júnílok.

Nám í Slóvakíu fer að mestu leyti fram á slóvakísku og er krafist tungumálaprófs fyrir útlendinga. Margir skólar bjóða upp á nám í slóvensku.

Sótt er um beint til hvers skóla fyrir sig. Hafið samband við skólana til að fá frekari upplýsingar. Yfirleitt er íslenskt stúdentspróf nægjanlegt en margir skólar halda þó inntökupróf er t.d. svo um Jessenius Faculty of Medicine í Martin þar sem flestir Íslendinganna stunda nám. Á undanförnum árum hafa slíkt inntökupróf verið haldin hér á landi og verði svo áfram mun það vera auglýst hér á vefnum.

Námsgráður

Háskólanám í Slóvakíu skiptist í eftirfarandi fjórar gráður:

  • Bakalár, slóvakískt bachelornám sem tekur 3-4 ár.
  • Magister eða Inzinier, slóvakískt meistarnám sem tekur 2-3 ár í viðbót eða 4-6 ár ef farið er beint í meistaranám án Bakalár.
  • Doktor (áður Kandidát vied), p.hd. nám sem tekur minnst 3 ár.
  • Doktor vied, sem líkist íslensku doktorsnámi.

Skólagjöld

Skólagjöld eru mjög misjöfn og er nauðsynlegt að kanna þau hjá hverjum skóla fyrir sig.

Slóvakía. Mynd tekin af David Jusko.
Bratislava, Slóvakía. Mynd tekin af Martin Katler.

Leit að námi

SAIA,

International Student’s Guide to Slovakia

Study in Slovakia

Nám á ensku

Framboð á námi á ensku í Slóvakíu hefur stóraukist á undanförnum árum. Frekari upplýsingar eru á Study in Slovakia.

Menntasjóður

Menntasjóður

Námsmenn geta fengið námslán til tungumálanáms ef það er nauðsynlegur undirbúningur undir frekara nám í landinu. Lánið er ekki greitt út fyrr en sýnt er fram á innritun í frekara lánshæft nám í sama landi eða málsvæði. Ekki er lánað til tungumálanáms til undirbúnings ef um er að ræða ensku, dönsku, norsku eða sænsku.

Að flytja til

Dvalarleyfi:

Sækja þarf um dvalarleyfi sé námsdvöl lengri en 90 dagar. Hafið samband við ræðismann Íslands og fáið góð ráð og leiðbeiningar.

Húsnæði:

Langflestir háskólar reka eigin stúdentagarða þar sem almenna reglan er að 2-3 nemar deili herbergi enda er leigan mjög lág. Hægt er að leigja húsnæði út í bæ en þá er um að gera að gera leigusamning sem kveður nákvæmlega á með öll skilyrði. Einnig er hægt að finna á netinu leigumiðlanir fyrir helstu borgir landsins.

Sendiráð:

Utanríkisráðuneyti Íslands annast sendiráðsstörfin en slóvanskt sendiráð er í Osló.

Reynslusögur

Styrkir

Tenglar