Svíþjóð

Fólksfjöldi: 10,2 milljónir

Tungumál: Sænska

Gjaldmiðill: Sænsk króna

Höfuðborg: Stokkhólmur

Country Flag

Svíþjóð er fjölmennast af Norðurlöndunum og skiptist í 21 lén (län). Landamæri liggja að Noregi til vesturs og Finnlandi til norðausturs, landið tengist Danmörku með Eyrarsundsbrúnni. Einnig liggur landið að Eystrasaltinu til austurs. Langflestir íbúanna búa í suðurhluta landsins. Barrskógar landsins eru nýttir í timbur- og pappírsgerð. Í norðurhluta landsins er mikil námuvinnsla; einkum er þar unninn járnmálmur en þar er einnig að finna ýmsa aðra málma. Aðaliðnaðarsvæðið er um mitt landið en landbúnaður einkennir mjög suðurhlutann. Talsvert af Íslendingum hafa stundað nám í Svíþjóð, einkum framhaldsnám í raungreinum.

Að sækja um

Skólaárið er frá lok ágúst eða byrjun september og er fram í júní, það skiptist í tvær annir, og eru próf í janúar og að vori.

Til að uppfylla aðgangskröfur fyrir sænskt háskólanám þarf annaðhvort að vera með góða undirstöðu í sænsku eða ensku. Að öðru leyti samsvarar íslenskt stúdentspróf því sænska. Upplýsingar um sænska framhaldsskóla-kerfið má m.a. finna á antagning og studera.nu.

Hér má finna þýðingu á íslensku framhaldsskólakerfi yfir á það sænska.
Umsóknarfrestur fyrir grunnnám (kandidatsstudium) í háskóla er 15. apríl fyrir haustmisseri og 15. október fyrir vormisseri. Athugið að mun færri námsleiðir eru í boði á vormisserinu.
Sótt er rafrænt um grunn- og framhaldsnám í gegnum Antagning.se. Umsóknarfrestur í nám kennt á ensku er stundum fyrr, getur verið í janúar. Fullt nám í eitt skólaár er 60 hp (högskolepoäng) og jafngildir 60 ECTS einingum.

Leiðbeiningar með umsóknareyðublaði 

  • Byrjaðu á að búa til reikning (konto) (veljið bláa flipan Logga in) efst í hægra horni) .
  • Núna er hægt að velja námsleiðir sem sækja skal um. Mest er hægt að velja 12 námsleiðir.
  • Síðan raðar þú þeim námsleiðum sem þú hefur valið í rétta forgangsröðun. Þ.e. það nám sem þú vilt helst fara í er númer eitt o.s.frv.
  • Þegar þetta er búið sendir þú inn umsókn rafrænt með því að ýta á “Skicka in”.

Íslendingar (og aðrir á EES svæðinu) þurfa ekki að borga umsóknargjald sem er um 900 sænskar krónur. En nauðsynlegt er að sanna ríkisfang með því að senda staðfestingu um það (staðfest ljósrit af vegabréfi).

Fáirðu inngöngu í einhverja af þeim námsleiðum sem þú sóttir um, kemur tilkynning í tölvupósti og með því að skrá þig inn í kerfið, geturðu samþykkt tilboðið eða hafnað því. Takir þú tilboðinu, færði ítarlegar upplýsingar um næstu skref. Athugaðu sérstaklega að sækir þú um nám á ensku þarftu líklega að taka þurfi TOEFL próf. Athugið að umsóknarfrestur er oft í janúar fyrir nám kennt á ensku.

Námsgráður

Námsgráður í Svíþjóð eru sambærilegar íslenskum námsgráðum, þ.e. bakkalár, meistari og doktor.

Skólagjöld

Engin skólagjöld eru fyrir íslenska stúdenta í opinbera skóla í Svíþjóð. Annað gildir hins vegar um einkarekna skóla.

Leit að námi

Studera nu – leitarvél, hægt að leita eftir námsgreinum á háskólastigi.

Hversu margir sækja um og hve margir eru teknir inn í einstök fög  er hægt að sjá hér velja skal “Statistik” (grunnnám).

Studentum.se – góð leitarvél til þess að leita að m.a. iðnnámi og starfsnámi. Velja þá “Yrkesutbildning”. Yrkesutbildning er allt nám til starfsréttinda hvort sem það veitir rétt til að vera læknir, sjúkraþjálfi, barþjónn, endurskoðandi eða annað. Einnig hægt að leita að háskólanámi. KY stendur fyrir kvalificered yrkesutbildning.

Starfsnám – kvalificeret yrkesutbildning

Sænskunámskeið í Svíþjóð

Inetmedia.nu,  upplýsingasíða með öllu mögulegu m.a. menntun.  Hægt er að finna alla skóla, grunnskóla (grundskolor), menntaskóla o.fl.

Nám á ensku

Á síðunni Study in Sweden – má finna leitarvél þar sem hægt er að sjá allt það nám sem kennt er á ensku.

Menntasjóður

Menntasjóður

Að flytja til

Sjúkratryggingar:

Sænskar reglur um almannatryggingar ganga út frá því að sá sem er tryggður búi í landinu. Því er nauðsynlegt fyrir Íslendinga sem ætla að stunda nám í Svíþjóð að flytja lögheimili sitt þangað þannig að þeir séu sjúkratryggðir. Ef námið tekur innan við eitt ár er hægt að nota Evrópska sjúkaratryggingarkortið en annars er einfaldast að flytja einfaldlega lögheimili sitt til Svíþjóðar og svo heim aftur að námi loknu. Frekari upplýsingar eru hér.

Sendiráð

Krækja á sænska sendiráðið í Reykjavík og íslenska sendiráðið í Stokkhólmi.

Reynslusögur

Styrkir

Tenglar