Tékkland

Fólksfjöldi: 10,7 milljónir

Tungumál: Tékkneska

Gjaldmiðill: Tékknesk króna

Höfuðborg: Prag

Country Flag

Tékkland (Lýðveldið Tékkland) er landlukt ríki í mið-Evrópu og var formlega stofnað 1. janúar 1993 eftir að Tékkar og Slóvakar aðskildust. Landið er skipt í þrjá sögufræga landshluta: Bæheim í vestri, Mæri í austri og Slésíu til suðurs.

Að sækja um

Það eru 27 ríkisháskólar og 11 einkaskólar í Tékklandi. Yfirleitt hefst námsárið í október og því lýkur í júní.

Umsóknarferli er mismunandi á milli háskóla og sótt er um hvern skóla fyrir sig. Yfirleitt er umsóknarfrestur fram undir lok febrúar eða byrjunar mars fyrir næsta skólaár. Íslenskt stúdentspróf nægir sem undirbúningur en mikil samkeppni er um að komast í nám, sérstaklega í háskólum sem reknir eru af ríkinu og þykja bæði ódýrir og bjóða framúrskarandi nám. Í mörgum fögum eru því tekin inntökupróf.

I langflestum tilfellum er kennt á tékknesku. Margir skólar bjóða upp á námskeið í málinu sem tekur frá 3 mánuðum og upp í nokkur ár.

Námsgráður

Flestir háskólarnir hafa þegar skipt námsgráðum í háskólunum skv. Bologna áætluninni, niður í Bachelor- (Bakalár), Master- (Magistr) og Doktorsgráður (Doktor). Bachelorgráðan tekur fjögur ár, meistaranámið 1-3 í viðbót og doktorsnámið vanalega 3 ár þar til viðbótar.

Skólagjöld

Skólagjöld fyrir nám á tékknesku í opinberum háskólum eru lág en því hærri í einkaskólum og fyrir nám sem fer fram á ensku, eða milli 800.000 og 2 milljónir íslenskar krónur á ári.

Leit að námi

Nám á háskólastig í Tékklandi .

Listi yfir bestu háskóla Tékklands (UniRank).

Nám á ensku

Margir háskólar bjóða upp á nám á ensku og er þá yfirleitt farið fram á að nemendur hafi lokið TOEFL prófinu. Á vefnum Study in the Czech Republic má skoða upplýsingar á ensku og þar er hægt að sjá á hvaða tungumáli nám í hverri grein fer fram

Menntasjóður

Menntasjóður

Námsmenn geta fengið námslán til tungumálanáms ef það er nauðsynlegur undirbúningur undir frekara nám í landinu. Lánið er ekki greitt út fyrr en sýnt er fram á innritun í frekara lánshæft nám í sama landi eða málsvæði. Ekki er lánað til tungumálanáms til undirbúnings ef um er að ræða ensku, dönsku, norsku eða sænsku.

Að flytja til

Dvalarleyfi:

Námsmenn verða að sækja um dvalarleyfi í landinu og sýna þá fram á að skólavist hafi verið samþykkt. Hagnýtar upplýsingar fyrir Íslendinga sem hyggjast dveljast í Tékklandi. Umsóknareyðublöð og önnur gögn eru á vef innanríksráðuneytis Tékklands.

Húsnæði: 

Margir háskólar eiga stúdentagarða þar sem hægt er að fá leið herbergi. Hafið samband við viðkomandi skóla til að fá upplýsingar um hvort svo sé.

Sendiráð:

Utanríkisráðuneytið á Íslandi annast sendiherrastörfin og tékkneskt sendiráð er í Osló. 

Styrkir

Tenglar