Tyrkland

Fólksfjöldi: 84.3 milljónir

Tungumál: Tyrkneska

Gjaldmiðill: Tyrknesk líra

Höfuðborg: Ankara

Country Flag

Tyrkland er við Miðjarðarhafið og brúar bilið á milli Asíu og Evrópu og hefur því sögulega verið mikilvægur hlekkur í samskiptum austurs og vesturs. Tyrkland skiptist í 7 landfræðileg héruð og flókin jarðsöguleg þróun í þúsundir ára hefur skapað fjölbreytt landslag Tyrklands. Jarðskjálftar eru nokkuð algengir og eldgos eiga sér stað. Tyrkland hefur síðastliðinn áratug náð að festa sig í sessi sem einn af áhugaverðustu ferðamannastöðum í heiminum. Uppbygging í ferðaþjónustu landsins hefur vaxið gríðarlega hratt og er landinu afar mikilvæg. Talið er að fjöldi ferðamanna sé kominn upp í um 25 milljónir á ári. Hins vegar hefur ófriðarástand í nágrannalöndum Tyrklands oft haft slæm áhrif á ferðaþjónustuna og  efnahag landsins, svo og skógareldar sem verða æ algengari. Tyrkland er meðlimur í NATO, OECD og fleiri alþjóðastofnunum. Landið sótti um aðild að ESB árið 1999 en ekkert hefur þokast í samningaviðræðum um þá aðild í mörg ár.

Að sækja um

Í Tyrklandi er þrenns konar háskólastofnanir:

  • Opinberir háskólar (Devlet Universiteleri). Alls eru 104 slíkur háskólar í landinu, þar af fimm á norðanverðri eynni Kýpur. Grunnnám tekur almennt 4 ár (bakkalár) þó að fög eins og læknisfræði, tannlækningar og dýralækningar taki 5 ár. Námið er ókeypis en greiða þarf lágt skráningargjald. Nemendur þurfa að taka sérstakt inntökupróf. Almennt er kennt á tyrknesku þó að nokkrir háskólar bjóði upp á nám á ensku, þýsku eða frönsku. Jafnvel þegar það er gert, er nauðsynlegt að kunna einhverja tyrknesku og því er boðið upp á eins árs tyrkneskunám fyrir erlenda nemendur, áður en þeir hefja námið í sínu fagi.
  • Tækniskólar (Meslek Yuksek Okulları). Þeir bjóða upp á 2 ára nám sem veitir takmörkuð réttindi til framhaldsnáms.
  • Einkaskólar (Ozel / Vakif Universiteleri). Alls eru 62 slíkir skólar starfræktir og leggja þeir áherslu á framboð sem höfðar einnig til erlendra nemenda. Flestir Þeirra kenna á ensku og bjóða jafnframt upp á eins árs enskunám til undirbúnings fyrir þá sem ekki hafa næga enskukunnáttu. Yfirleitt er beðið um TOEFL próf til staðfestingar á enskukunnáttu. Skólagjöldin eru há en stúdentar geta sótt um styrki til að greiða þau.

Sótt er um af vefnum Study in Turkey, umsóknin prentuð út þaðan og send með þeim fylgigögnum sem beðið er um til þess háskóla sem efstur er í vali.

Námsgráður

Í háskólum (bæði opinberum og einkaskólum) er boðið upp á bakkalár, meistara og doktorsnám. Tækniskólarnir eru hins vegar með ýmsar gráður og er vissara að athuga sérstaklega hvort þær séu viðurkenndar hér á landi.

Skólagjöld

Engin skólagjöld eru í opinberum háskólum en hins vegar er greitt skráningargjald. Skólagjöld í einkaskólana eru hins vegar frá 6.000-20.000 Bandaríkjadollara á ári.

Menntasjóður

Nauðsynlegt er að athuga hvort Menntasjóður lánar til náms í Tyrklandi

Að flytja til

Húsnæði:

Flestir tyrknesku háskólanna eru með eigin stúdentagarða þar sem hægt er að sækja um herbergi þegar skólavist hefur verið staðfest. Tyrkneska ríkið starfrækir einnig gistiheimili fyrir námsmenn og er hægt að fá upplýsingar um þau hjá háskólunum.

Dvalarleyfi:

Sækja verður um nemendaáritun áður en farið er til Tyrklands og er það gert hjá sendiráði Tyrklands í Osló. Afrit af staðfestingarbréfi háskólans um skólavist á að fylgja með umsókninni. Athugið að það getur tekið allt að 8 vikur að fá áritun og því er um að gera að sækja um eins fljótt og unnt er.

Sendiráð:

Bæði íslenska og tyrkneska sendiráðið eru í Kaupmannahöfn.

Reynslusögur

Styrkir

Tenglar