Ég er nemandi í United World College Red Cross Nordic sem staðsettur er í Flekke, um það bil 4 tíma frá Bergen.
Í skólanum eru 200 nemendur frá um það bil 95 löndum, við erum 5 saman í herbergi og 40 saman í húsi. Ég er til dæmis í herbergi með stelpum frá Bangladesh, Lettlandi, Bólivíu og Austuríki – það er passað upp á að öll herbergin sé menningarlega fjölbreytt. Kennararnir koma líka allsstaðar að úr heiminum, allt frá Ghana til Argentínu.
Námsumhverfið er því mjög fjölbreytt og það er ómetanleg reynsla að vera til dæmis í TOK (Theory of knowledge) tíma með fólki sem hefur algjörlega andstæðar skoðanir á við mig og kemur frá allt annari menningu.
Námið fer fram á ensku, og er notast við IB diploma námskerfið, þannig að skólinn reynir á mann námslega jafnt og félagslega. Námið er 2 ár.
Skólinn leggur mikla áherslu á umhverfið, leiðtogahæfni, sjálfbærni, virðingu og frið.
Mæli með að þú kíkir á UWC values, það er það sem UWC hreyfingin stendur fyrir (UWC er sem sagt alþjóðleg hreyfing, og það eru 16 UWC skólar um allan heim. Þessi er sá eini á Norðurlöndunum, aðrir eru t.d. í Hong Kong og Costa Rica).
https://www.uwc.org/about/missions-values
Skólinn sem ég er í er sérstakur að því leiti (í samanburði við aðra UWC) að hann er tengdur Rauða krossinum og það er mikil áhersla lögð á flóttamanna mál. Oft eru kynningar frá norska Rauða krossinum og öðrum aðilum tengdum mannúðarstarfi.
Þrír máttarstólpar skólans eru: Umhverfið, mannúðarstarf og norrænt samstarf.
Heimasíða skólanns:
http://uwcrcn.no
Umsóknarferlið á Íslandi:
Sótt er um í gegnum menntamálaráðuneytið.
Almenn umsókn er fyrsta skrefið, skila inn ritgerð og meðmælum og svo er viðtal.
Ekki er einungis litið á umsækjandann námslega heldur líka í hvaða félags- og æskulýðsstörfum hann hefur verið í ásamt persónuleika viðkomandi.
Umsóknarskilyrði eru m.a. að vera búin með 1-2 ár í menntaskóla. Ég var 2 ár í Menntaskólanum á Ísafirði áður en ég fór út.
Hér er dæmi um gamla auglýsingu, það þarf að fylgast með auglýsingum menntamálaráðuneytisins og Facebook síðu valnefndarinnar, ef áhugi er á að sækja um.
https://www.menntamalaraduneyti.is/sjodir-og-eydublod/framhaldsskolar/nr/281
https://www.facebook.com/UwcIsland/