Saumaði fatnað fyrir óperuna í Gratz

Snædís Ylfa Ólfasdóttir, nemi í kjólasaum og klæðskera í Tækniskólanum, fékk starfsnámsstyrk árið 2011 í gegnum það sem nú kallast Erasmus+.

Hún tók hluta af sínu starfsnámi á saumastofu í Austurríki, þar sem hún vann við að sauma búninga fyrir leikhús og óperu.