Nám í Árósum
Farabara.is er í samstarfi við SÍNE, en þetta viðtal við Þórdísi Dröfn birtist fyrst í Sæmundi, tímariti SÍNE.
Leið mín til náms erlendis er ef til vill frábrugðin hinni týpísku vegferð. Ég hafði nefnilega engan sérstakan metnað fyrir neinni einni námsgrein, né hafði ég einsett mér að læra við ákveðinn skóla. Mig langaði bara að læra erlendis og lifa góðu lífi á meðan. Það má kannski segja að röð tilviljana hafi leitt mig til Árósa. Ég kom fyrst þangað árið 2012 í sumarfíi með fjölskyldunni. Fjölskyldan gerði húsaskipti við fjölskyldu í Árósum sem var á leið í brúðkaup á Íslandi. Mér líkaði vel við mig í borginni þegar ég var fimmtán ára, ég skoðaði háskólagarðinn og hugsaði með mér að þarna væri ef til vill skemmtilegt að læra og búa einn daginn. Síðan þá hafði ég hugsað til þess af og til hvort ég ætti að slá til og sækja um.
Þegar ég var við að ljúka grunnnámi í HÍ sótti kærasti minn, Benni, um í nám í Danmörku. Hann fór í nám í Sønderborg sem er lítill bær á Suður-Jótlandi, stutt frá landamærum Þýskalands. Fyrst um sinn vorum við í fjarsambandi en eftir eitt ár elti ég hann út og var því þegar komin til Danmerkur. Veturinn 2021-2022 stundaði fjarnám við HA og hugsaði mig um. Síðan sótt égi um á nokkrar námsbrautir vorið 2022. Við vissum ekki hort við færum til Íslands eða yrðum áfram í Danmörku. Við þreyfuðum fyrir okkur, hann sóttum um störf á Íslandi og í Danmörku og ég beið eftir svörum frá HÍ og Háskólanum í Árósum.
Stuttu eftir að ég fékk inngöngu í AU fengum við úthlutaða litla stúdentaíbúð á besta stað í borginni, á jarðhæð, alveg við lestarteinana á aðallestarstöð Árósa. Ég hafði góða tilfinningu fyrir íbúðinni og hverfinu, mér fannst eitthvað rómantískt við tuttugu og fimm fermetra nálægt látum miðbæjarins. Það þurfti ekkert til að sannfæra Benna um að þetta væri réttur staður. Systir hans lærði í Árósum og hann hafði góða reynslu af því að heimsækja hana. Ég setti enga sérstaka pressu á mig að klára námið, ég ætlaði bara að prófa og sjá hvernig mér myndi líka við mig.
Það er erfitt að koma því í orð hversu mikil gleði ríkir í þessari litlu borg. Fyrsta kvöldið gekk ég frá íbúðinni okkar í Frederiksbjerg hverfinu yfir í Ogadekvarteret þar sem vinafólk okkar bjó. Á leiðinni gekk ég fram hjá ARoS sem er stærsta listasafn á Norðurlöndunum og kennileiti borgarinnar. Frægasta verk safnsins er Regnboginn sem situr efst á byggingunni. Regnboginn eftir Ólaf Elíasson er gríðarstór skúlptúr sem hægt er að ganga í gegnum. En þetta kvöld skein sólin í gegnum regnbogann og baðaði götuna í grænni birtu.
Skólinn byrjaði mánuði eftir að við fluttum til Árósa, skólinn á sér ríka sögu en hann var stofnaður árið 1928. Háskólasvæðið er setur svip sinn á borgina. Í miðbænum eru nokkrar byggingar sem raðast í kringum stóran og fallegan almenningsgarð sem heitir Universitetsparken. Meðal fyrrum nemenda háskólans eru Bjarne Stroustrup, sem fann upp C++ forritunarmálið, Margrét fyrrum Danadrottning og Friðrik tíundi, núverandi Danakonungur.
Nú þegar ég hef lokið náminu get ég sagt að málvísindi við AU hafi verið gott val, það háir því samt, eins og mörgum fögum í Hugvísindum, hve fáir sækja í námið því voru fáir áfangar í boði. Það getur samt líka verið yndislegur kostur og stemningin líkist stundum því að vera í litlum bekk, í mínum árgangi voru tuttugu manns. Bekkjarsystkini mín komu allstaðar að og það reyndist sérstaklega áhugavert í málvísindanámi vegna þess hversu mörg tungumál bekkurinn hafði þekkingu á.
Þegar ég horfi til baka finnst mér eins og námið hafi verið ákveðið aukaatriði, þó það hafi dregið mig til Árósa og verið mjög góð upplifun. Ég lauk náminu vorið 2024 og er afskaplega ánægð með reynsluna.
Borgin var fyrst kölluð „Borg brossins“ eftir stjórnarfund Ferðamannasamtaka Árósa 17. mars 1938, þar sem þeir skipulögðu sókn í ferðaþjónustu borgarinnar með glænýju herferð sem ætti að laða að bæði danska og erlenda gesti. Slóganinu var ekki tekið sérstaklega vel á sínum tíma, það þótti vera mikil klisja en þrátt fyrir það hefur það verið lífsseigur siður að tala um Árósir sem borg brossins. Vegna einhverrar rannsóknar sem gerð var af breskum háskóla fór gælunafnið höfuðborg hamingjunnar að ganga um í skólanum. Hingað til hef ég ekki ennþá fundið rannsóknina svo ég get ekki staðfest hvort borgin hafi í raun mælst sem hamingjusamasta borg Evrópu, kannski er þetta flökkusaga en fyrir mitt leyti getur þetta alveg verið satt.