Danmörk: Vandamál með undirsíðu

22.5.2024

Við erum búin að óska eftir því að hýsingaraðili skoði hvers vegna undirsíða um Danmörku virkar ekki. Ekkert óeðlilegt sést í okkar bakenda. Hér fyrir neðan eru allar upplýsingar af undirsíðunni. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Danmörk er það land sem flestir íslenskir nemendur kjósa að fara til. Í Danmörku eru átta opinberir háskólar sem eru staðsettir víðsvegar um landið, auk þess sem starfræktar eru fjölmargar stofnanir sem bjóða upp framhaldsmenntun. Háskólarnir átta er:

Skólakerfið

Að sækja um

Umsóknarfrestur í grunnnám er  15. mars ár hvert.

Sótt er um í gegnum KOT umsóknarkerfið. Það er aðgengilegt á vefsíðunni optagelse.dk undir “Sög videregående uddannelse” – “Ansög uden login”. Hægt er að sækja um allt að 8 námsleiðir.

Athugið að umsóknum er skipt upp í kvóta 1 og kvóta 2. Alltaf er byrjað á að velja nemendur eftir kvóta 1 en það er síðan mjög misjafnt eftir skólum og einstökum námsgreinum hversu stór hluti er valinn í í viðbót eftir kvóta 2. Hægt er að lesa um það á vefsvæði viðkomandi háskóla.

  • Þeir sem eru teknir inn í kvóta 1 eru eingöngu metnir inn út frá einkunnum á stúdentsprófi eða öðru aðgangsprófi. Hægt er að skoða KOT hovedtal til þess að sjá hversu há meðaleinkunn stúdenta var árið áður. Þetta getur verið vísbending um árið á eftir en meðaleinkunnin getur einnig sveiflast til. Athugið að þessar einkunnir eru eftir danska kerfinu. Með því að skoða Eksamshåndbogen og velja Ísland, er hægt að bera saman danskar og íslenskar einkunnir (undir karakter).
  • Ef sótt er um kvóta 2, er litið á einkunnir, starfsreynslu (þó aðeins í störfum sem skipta máli fyrir viðkomandi fag), önnur próf , félagsstörf o.fl . Einnig er yfirleitt nauðsynlegt að skrifa um sig og sitt áhugasvið o.fl. á dönsku (levnedsbeskrivelse-motiværet ansögning-statement of purpose-hvatabréf). Hver háskóli setur sínar eigin reglur um kvóta 2 og geta þær verið misjafnar eftir fögum. Því er nauðsynlegt að lesa sér til um þær á vefnum.

Leiðbeiningarmyndband á dönsku um umsóknarferlið (miðglugginn á skjánum). Í glugganum lengst til vinstri leiðbeiningamyndband um hvernig skólarnir meta einstakar umsóknir, eftir kvóta 1 og 2.

Danskar leiðbeiningar með KOT umsókn

Leiðbeiningar á ensku um KOT umsókn

Aðgangskröfur

Í Eksamenshåndbogen finnur þú hvað þarf margar einingar í einstökum fögum, og hvernig íslenskar einkunnir eru í samanburði við danskar einkunnir. Veljið “Lande og eksaminer” og veljið “Island” af fellilista. Síðan er valið “Fagniveauer” fyrir einingafjölda og “Karakter” fyrir einkunnir.  Einnig getur verið nytsamlegt að skoða “Ordliste”. Athugið einnig að í sumum háskólum eru nú gerðar kröfur um vissa lágmarkseinkun í sumum fögum, jafnvel þó sótt sé um samkvæmt kvóta 2 (þar sem tekið er tillit til vinnu eða annarra þátta). Nauðsynlegt er að kynna sér þetta á vefsvæði viðkomandi námsbrautar.

Lágmarkskröfur um nám eru miðaðar við 4 ára stúdentspróf en danskir háskólar hafa ekki gefið út slíka mælikvarða miða við 3 ára nám til stúdentsprófs. Uppgefin ástæða er að á bak við hverja einingu liggi svo mismargar kennslustundir að námið sé ekki sambærilegt. Því er metið í hverju tilviki fyrir sig hvort námsmaður hafi nægilega menntun til þess að ráða við viðkomandi nám.

Hér eru krækjur á nokkra helstu háskóla Danmerkur þar sem hægt er að sjá hvaða kröfur eru gerðar til íslenskra stúdenta:

Í sumum skólum er gerð sú krafa að nemendur frá Íslandi taki sérstakt stöðupróf í dönsku (Studieprøven), sem er sérstakt próf í dönsku fyrir útlendinga. Þetta er próf sem þarf að bóka sérstaklega hjá ákveðnum stofnunum sem bjóða upp á það. Best er að athuga vel hjá þeim skóla sem sótt er um hvar mælt sé með að taka prófið. Í Kaupmannahöfn er t.d. í boði að taka prófið hjá prófamiðstöðvunum Clavis og UCplus.

Í sumum fögum er hægt að hefja nám bæði á haustönn og vorönn, en í flestum tilvikum er samt aðeins einn umsóknarfrestur. Bendum á að nauðsynlegt er að skoða vel skóla sem sótt er um, varðandi aðgangskröfur, hvað á að fylgja umsókn o.s.frv.

Í listnám eru oft sérstök inntökupróf eða verkefni/verk/möppur sem eiga að fylgja umsókn. KOT umsóknirnar eru ekki notaðar í listnám í stóru listaháskólana og tónlistarskólana. Í það nám er sótt um beint til viðkomandi skóla. Þó er KOT notað í arkitektanámið og designer námið.

KOT – hovedtal tölulegar upplýsingar um umsóknir og inntöku í danska háskóla. Mjög gagnlegt til að athuga möguleika á að komast inn í viðkomandi nám.

Umsóknarfrestur um framhaldsnám er misjafn á milli skóla og sótt er um í gegnum vefsíður skólanna en ekki í gegnum samræmt umsóknarkerfi.

Einnig er misjafnt hvað beðið er um af gögnum og aðgangskröfur geta verið ólíkar á milli skóla og jafnvel milli faga innan sama skólans. Því er um að gera að gefa sér góðan tíma til að kynna sér málin vel.

Námsgráður

Fyrsta háskólagráða er Bachelor gráða en framhaldsnámið kallast Kandidatsstudium (til mastersgráðu).

Sérmenntun og nám fyrir fagaðila

Einnig eru til svokallaðar "Academy Profession" námsgráður sem blanda saman námi og starfsnámi og veita háskólagráður. Slíkt nám er yfirleitt hægt að finna í "professionshøjskole". Hér að neðan er listi yfir professionshøjskole í Danmörku:

Þessir skólar bjóða t.d. upp á þriggja til fjögurra ára námsgráður og svo eitt ár í starfsnám sem nemendur geta nýtt sér til að öðlast þekkingu á sínu áhugasviði.

Skólagjöld

Skólagjöld eru yfirleitt engin í ríkisháskólana í Danmörku. Stundum eru innheimt skólagjöld í nám kennt á ensku, en þá eru Norðurlönd og Evrópusambandslöndin undanþegin. 

 

Hvað er í boði

Leit að námi

  • UdannelsesGuiden.dk – leitarvél, leit að námi á á öllum skólastigum. Háskólanám er undir “Videregående uddannelser”.
  • StudyinDenmark.dk – upplýsingasíða á ensku um nám í Danmörku.
  • Studentum.dk – góð leitarvél um allt mögulegt nám eftir skyldunám.
  • Tónlistarnám í Danmörku – yfirleitt sótt um beint til viðkomandi skóla. Gjarnan inntökupróf.

Nám á ensku

Töluvert framboð er á námi á ensku  í Danmörku, þá sérstaklega á framhaldsnámi kennt á ensku. Upplýsingar um það sem er í boði hverju sinni er að finna á Study in Denmark.

Menntasjóður

Menntasjóður

SU – danskir námsstyrkir 

Danskir stúdentar eiga rétt á námsstyrkjum sem kallast SU að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. T.d. skiptir aldur máli í sumu námi, menntunin verður að vera viðurkennd innan SU kerfisins, nemandi þarf að vera virkur í náminu og vera danskur ríkisborgari, svo eitthvað sé nefnt. Sjá nánar um skilyrði um SU.

Erlendir ríkisborgarar geta sótt um undanþágu frá þessum reglum. T.d. ef einstaklingur hefur verið búsettur í Danmörku í 5 ár eða hefur starfað þar í minnst 2 ár. Þó er mikilvægt að lesa sér til um almennar kröfur til erlendra ríkisborgara sem sækja um námsstyrk, því það eru ýmsar kröfur sem þarf að uppfylla aðrar en vinnuskylda eða búseta. Sjá nánari kröfur gagnvart erlendum ríkisborgurum.

Athugið að Menntasjóður veitir þeim ekki námslán sem fá SU.

 

Hagnýtar upplýsingar

Að flytja til

Að skrá sig inn í landið
Þegar flutt er til Danmerkur flytja menn lögheimi sitt.  Skráning í Danmörku fer fram á „folkeregisteret“ (deilir stundum húsi með skattstofunni í viðkomandi borg). Sex vikum eftir skráningu gerist maður sjálfkrafa meðlimur í sjúkrasamlaginu og getur valið sér heimilislækni.

Tungumálið og námskeið
Danska tungumálið reynist mörgum erfitt í fyrstu svo gagnlegt getur verið að fara á dönskunámskeið áður en lagt er stund á framhaldsnám. Hægt er að komast á slík námskeið með litlum fyrirvara. Menntasjóður námsmanna veitir hins vegar ekki lán til að sækja dönskunámskeið. 

Húsnæði
Á stúdentagörðum er tekið tillit til fjölskyldustærðar við meðhöndlun umsókna og hefur barnafólk forgang. Hefja má húsnæðisleit um leið og sótt er um skóla. Á mörgum stöðum er þó ekki tekið við umsóknum of snemma. Einna erfiðast getur verið að komast inn á stúdentagarða í Kaupmannahöfn. Heimasíða fyrir stúdentagarða er að finna á Ungdomsboliger. Einnig er hægt að gúggla “kollegiernes kontor” og nafn viðkomandi borgar. Leggja verður fram tryggingu (depositum) fyrir mögulegum skemmdum á herbergjum og íbúðum og svarar hún oftast til eins til tveggja mánaða leigu.

Ekki þarf að einskorða íbúðaleit við stúdentagarða. Leigufélög (boligforeninger) eru mörg og bjóða ágætar íbúðir til leigu. Hjá þeim þarf þó að sækja um með minnst hálfs til eins og hálfs árs fyrirvara því biðlistar eru langir og því heppilegra að byrja á stúdentagörðum og flytja sig síðar um set. Hinn almenni leigumarkaður er mjög erfiður, sérstaklega í Kaupmannahöfn. Leigjendur geta átt rétt á leiguuppbót (boligsikring) sem getur numið háu hlutfalli af leigu allt eftir félagslegum aðstæðum leigjenda.

Félagslegar aðstæður
Sex vikum eftir skráningu í landið ganga menn sjálfkrafa inn heilbrigðiskerfi sem er mjög svipað því sem er á Íslandi, en mun ódýrara. Heilsugæsla er ókeypis og tannlæknaþjónusta er niðurgreidd að nokkru leyti. Vegna biðtímans er rétt að taka með sér Evrópska sjúkratryggingarkortið.
Aðstæður fyrir barnafólk til að stunda nám í Danmörku eru góðar. Auðvelt er fá dagvist fyrir börn eldri en 15 mánaða, en allt tekur þó sinn tíma og ef barn hefur verið á dagvistarstofnun eða á biðlista á Íslandi er vert að hafa með sér gögn sem sýna það. Fylgið umsóknum fast eftir. Dagvistunargjald tekur mið af tekjum, og námslán frá Íslandi hafa ekki áhrif.
Börn á skólaaldri þarf að tilkynna til viðkomandi hverfisskóla til að fá inngöngu. Í hverju hverfi eru tómstundaheimili (fritidshjem) þar sem börn geta dvalið utan skólatíma við alls kyns tómstundir. Gjald fyrir skólafrístund tekur mið af tekjum foreldra.

Danska skólakerfið
Bæklingur á ensku um danska skólakerfið.