Opið fyrir umsóknir um styrki til náms frá Rótarýsjóðnum
Rótarýsjóðurinn (Rotary Foundation) veitir árlega um 50 styrki til tveggja ára meistaranáms í friðarfræðum við einn af fimm háskólum sem í boði eru. Námið er ætlað leiðtogum og leiðtogaefnum á sviði friðar- og þróunar.
Nú er opið fyrir umsóknir um friðarstyrk Rótarý! Umsóknarfrestur er til 15. maí 2024.
Frekari upplýsingar um námið, háskólana, hæfniskröfur og umsóknarferlið eru á slóðinni https://on.rotary.org/3J6sYLP
Vinsamlega deildu upplýsingum um einstök tækifæri fyrir námsárin 2025-27 með friðar- og þróunarleiðtogum í þínu samfélagi.
Skoðaðu Rotary Peace Centers til að sjá nýjustu uppfærslur á Facbook.
Fanney Karlsdóttir, sem var við nám við Brisben segir: „Styrkurinn veitti mér ógleymanlegt tækifæri til að vera í góðu námi með fjölbreyttum hópi fólks sem myndaði gott tengslanet. Styrkurinn var veglegur og að auki bættist við gestrisni Rótarýfélaga sem ég og maðurinn minn áttum ekki orð yfir“.
Fyrirspurnir má senda til rotarypeacecenters@rotary.org