Nám erlendis? Opinn fundur

Við viljum gjarnan vekja athygli á viðburði sem við hjá Fara Bara ætlum að halda í samstarfi við Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE), þann 19. desember kl. 17 á Stúdentakjallaranum í Háskóla Íslands.

Við ætlum að kynna nám erlendis með líflegum pallborðsumræðum við nemendur sem hafa lært eða eru í námi erlendis, þar sem þau munu miðla af sinni reynslu.  

 

Dagskrá

  1.  Stutt kynning á námi erlendis 10-15 mín
  2. Pallborðsumræður 30-40 mín íslenskir stúdentar sem hafa m.a. stundað nám í Danmörku, Írlandi, Skotlandi og Hollandi segja frá sinni reynslu
  3. Umræður við þátttakendur og veitingar

 

Það væri frábært ef þátttakendur gætu skráð sig hér: https://forms.office.com/e/suPnpJcRaa

Annars eru upplýsingar um viðburðinn að finna hér: https://www.facebook.com/events/1340022127351989