Styrkir til náms í Kína
9.11.2023
Styrkirnir ná yfir skólagjöld, húsnæði, heilbrigðistryggingar og mánaðarlegt uppihald (3000 CNY fyrir mastersnema og 3500 CNY fyrir doktorsnema). Athugið að ferðakostnaður er ekki innifalinn í styrknum.
Nánari upplýsingar er að finna hér https://isc.bit.edu.cn/admissionsaid/financialaid/scholarships/b112920.htm
Hægt er að sækja beint um styrkinn til 31. desember en Upplýsingastofa um nám erlendis tekur einnig við umsóknum til tilnefningar, en Rannís tilnefnir árlega 2 nemendur til kínverskra yfirvalda. Frestur til þess er 15. desember og skal póstur þess efnis berast ásamt öllum viðeigandi gögnum fyrir umsókn (samkvæmt vefsíðu) á miriam@rannis.is.