Styrkur til náms í Bretlandi
Næsti umsóknarfrestur um UK–Iceland Explorer námsstyrkina fyrir framhaldsnámi í Bretlandi rennur út 30. janúar 2026 kl. 15:00. Sjóðurinn er hluti af vaxandi samstarfi Íslands og Bretlands á sviði menntunar, rannsókna, nýsköpunar og geimvísinda og veitir íslenskum nemendum styrk fyrir skólagjöldum að hámarki 10.000 pundum.
Einstaklingar sem stefna á framhaldsnám til fullrar gráðu við háskóla í Bretlandi á skólaárinu 2026-2027 geta sótt um styrkinn til Rannís, sem annast umsýslu sjóðsins í samstarfi við Geimferðastofnun Bretlands og breska sendiráðið í Reykjavík.
Allar nánari upplýsingar um UK-Iceland Explorer og umsóknarform má finna á síðu sjóðsins. Tekið er á móti umsóknum til 30. janúar 2026 kl. 15:00 að íslenskum tíma.
Nokkrar skemmtilegar reynslusögur frá styrkþegum má finna hér á Farabara.is undir Reynslusögur.
