TestDAF - alþjóðlegt þýskupróf 12. nóv

29.10.2024

Alþjóðlega þýskuprófið TestDaF verður haldið í Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands 12. nóvember 2024 kl. 9:15. Prófið er bæði skriflegt og munnlegt og er ætlað þeim, sem ætla að fara í háskólanám í Þýskalandi. Prófið er alfarið rafrænt og verður því haldið í tölvuveri Tungumálamiðstöðvar á 2. hæð í Veröld – húsi Vigdísar.
Skráning og greiðsla prófgjalds fer fram rafrænt á vef TestDaF Institut:
https://www.testdaf.de/portal/registration/registration/shopping-cart?uuid=f19f57f7-1f4c-4668-b7b3-97f325699506

Próftaki skal fylla vandlega út umsóknareyðublaðið, mjög mikilvægt er að engar upplýsingar vanti.  Ath. að gefa þarf upp vegabréfsnúmer og mæta með vegabréf í prófið.

Prófgjaldið er 210 Evrur og er greitt rafrænt við skráningu. Hægt er að greiða með bæði Visa og Master Card. Skráningarfrestur rennur út þ. 30. október. 

Próftakar verða boðaðir í prófið með góðum fyrirvara.

Nánari upplýsingar um prófið sjálft er að finna á: www.testdaf.de og í Tungumálamiðstöð hjá Eyjólfi Má Sigurðssyni: ems@hi.is, 525-4593