Styrkir
Það getur verið dýrt að fara í nám erlendis, en hér getur þú leitað eftir styrkjum. Hægt er að flokka styrkina eftir löndum. Þetta er ekki tæmandi listi heldur einungis þeir styrkir sem við vitum af – en umsóknarfrestir eru misjafnir og flestir styrkirnir eru ekki í okkar umsjá.
Skoðaðu styrki eftir löndum
Skoðaðu styrki eftir námsgrein
Fræðslusjóður Jóns Þórarinssonar
Fræðslusjóður Jóns Þórarinssonar var stofnaður með erfðaskrá Önnu Jónsdóttur ljósmyndara í Hafnarfirði. Hlutverk sjóðsins er "að styrkja til framhaldsnáms efnilegt námsfólk sem hefur lokið fullnaðarprófi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði". Anna Jónsdóttir var dóttir fyrsta skólastjóra Flensborgarskólans, Jóns Þórarinssonar, og með þessari ráðstöfun á eignum sínum vildi hún halda nafni og minningu hans á lofti. Hægt er að finna nánari upplýsingar á heimasíðu Flensborgarskóla. Nánari upplýsingar gefur skólameistari í síma 565-0400 eða ef spurningar eru sendar til erla@flensborg.is.
Erasmus+ styrkir fyrir skiptinám og starfsnám
Háskólanemendur geta sótt um Erasmus+ styrk til þess að fara í skiptinám innan Evrópu í 2-12 mánuði. Einnig er boðið upp á styttri dvalir. Athugið að öll sem fá styrk fyrir tveggja mánaða dvöl eða lengur geta farið í sérstakt tungumálamat til að eiga rétt á ókeypis tungumálakennslu meðan á dvöl þeirra stendur. Einnig geta nemendur sótt um Erasmus+ styrk til að stunda starfsnám á vinnustað í Evrópu sem tengist náminu sem þau stunda.
Almennt veita alþjóðafulltrúar hvers skóla nánari upplýsingar um möguleika til skiptináms en almennar upplýsingar um styrkinn má finna hér.
Fulbright styrkir fyrir master- og doktorsnám í Bandaríkjunum
Fulbright stofnunin á Íslandi býður styrki til íslenskra náms- og fræðimanna. Í boði eru námsstyrkir fyrir námsmenn sem hafa hug á framhaldsnámi í Bandaríkjunum eða rannsóknardvöl tengd doktorsnámi. Jafnframt eru í boði rannsóknarstyrkir til fræðimanna.
Fulbright styrkþegar sem hefja 2-ára mastersnám fá styrk allt að USD 24.000, styttra mastersnám fá styrk allt að USD 12.000 og doktorsnám fá styrk allt að USD 10.000. Endanleg styrkfjárhæð er ákveðin síðar þegar frekari upplýsingar liggja fyrir um aðra styrki frá háskólum liggja fyrir. Visiting Student Researcher styrkur fyrir doktorsnema við íslenska háskóla til rannsóknardvalar í Bandaríkjunum er USD 10.000 USD. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér.
Að auki er hægt að sækja um "Request for scholar" styrkinn. Í gegnum hann geta íslenskra stofnanir sótt um að fá til sín bandarískan fræðimann í eina önn. Nánari upplýsingar um alla styrki er hægt að nálgast á heimasíðu stofnunarinnar fulbright.is. Fulbright stofnuninn á Íslandi hefur aðstoðað um 1000 Íslendinga að ná markmiðum sínum og öðlast nýja færni og þekkingu. Styrkþegar Fulbright stofnunarinnar á Íslandi skapa tengsl til framtíðar á milli Íslands og Bandaríkjanna, styrkja vináttubönd landanna og efla samskiptin á öllum sviðum þjóðlífsins.
ASF styrkir til háskólanáms í Bandaríkjunum
ASF styrkir til háskólanáms í Bandaríkjunum
Fulbright stofnunin annast nú stjórnsýslu fyrir American-Scandinavian Foundation Fellowship styrki fyrir Íslendinga til náms í Bandaríkjunum. Veittir eru tveir styrkir að upphæð USD 15.000 til framhaldsnáms eða rannsókna í öllum námsgreinum við bandaríska háskóla. Umsóknarfrestur er um miðjan október fyrir næstkomandi skólaár og þarf umsækjandi ekki að hafa staðfestingu á skólavist þegar sótt er um. Einnig er hægt að sækja um ASF styrkinn eftir að nám er hafið.
Sótt er um í gegnum rafrænt umsóknarkerfi ASF https://amscan.secure-platform.com/a/solicitations/95/home , en nánari upplýsingar um styrkina má finna á heimasíðu Fulbright stofnunarinnar hér: https://fulbright.is/asf-fellowship/
Rannsóknarstyrkur frá Welch Foundation stofnuninni í Houston í Texas í vélaverkfræði
Um er að ræða rannsóknarstyrki, einkum á sviði vélaverkfræði. Upplýsingar má fá á heimasíðu stofnunarinnar.
Grunn- og framhaldsnám á Indlandi
Sendiráð Indlands hefur auglýst nokkra veglega styrki til grunn- eða framhaldsnáms á Indlandi.
Annars vegar er um að ræða styrki til náms í almennum háskólagreinum s.s. viðskiptafræði og bókmenntafræði og hins vegar til náms í greinum sem tileinkaðar eru indverskri menningu s.s. kvikmyndafræði, dansi, myndlist o.s.frv.
Misjafnt er eftir árum hversu mörgum styrkjum er úthlutað til Íslendinga og því er best að hafa samband við sendiráðið fyrir frekari upplýsingar um umsóknarfresti, námsgreinar og hugsanlega háskóla, með tölvupósti til admn.reykjavik@mea.gov.in en sendiráð Indlands er við Túngötu 7.
Styrkir frá norskum stjórnvöldum
Íslenskum námsmönnum gefst kostur á að sækja um styrki sem stjórnvöld í Noregi bjóða fram til háskólanáms eða rannsóknarstarfa þar í landi. Umsækjendur skulu hafa lokið BA- eða BS-prófi eða öðru sambærilegu prófi og vera yngri en 40 ára. Styrkurinn er veittur fyrir 1 - 10 mánaða námsdvöl. Styrkfjárhæð er 8.000 Nkr. á mánuði. Mennta- og menningarmálaráðuneytið framsendir umsóknir sem uppfylla skilyrði sem nánar eru tilgreind í upplýsingum um styrkina. Upplýsingar og umsóknareyðublað fæst einnig í ráðuneytinu. Upplýsingar og eyðublað fæst á vefsíðu Rannsóknarráðs Noregs Styrkirnir hafa undanfarin ár verið auglýstir lausir til umsóknar í október / nóvember með 4-6 vikna umsóknarfresti.
Leitarvél að styrkjum í Frakklandi
Rannsóknarstyrkir frá Matsumae International Foundation
Um er að ræða 20 rannsóknarstyrkir fyrir 3-6 mánuði rannsóknarverkefni í Japan í náttúruvísindum, læknisfræðum, verkfræðum eða japönskum fræðum. Umsækjendur verða að hafa doktorspróf, vera 49 ára eða yngri, hafa ekki búið í Japan áður og auk þess að hafa góða ensku- og japönskukunnáttu. Umsóknarfresturinn er í lok júlí ár hvert. Frekari upplýsingar má finna hér.
Leitarvél fyrir námsstyrki í Kanada
Hér er leitarvél fyrir styrki í Kanada. Þar má finna yfir 80 þúsund styrkjamöguleika.
Leifur Eiríksson Foundation styrkir til rannsókna eða doktorsnáms við Bandaríska háskóla
Leifur Eiríksson Foundation veitir styrki til Íslendinga til að stunda rannsóknir eða doktorsnám í bandarískum háskólum. Hver styrkur nemur allt að $25.000.
Andrew W. Mellon styrkir í hugvísindum í Bandaríkjunum
Sjóðurinn veitir meðal annars styrki til náms og rannsókna í hugvísindum í Bandaríkjunum. Nánari upplýsingar eru á vef sjóðsins.
AAUW – samtök bandarískra háskólakvenna
Samtökin veita árlega 57 styrki til erlendra kvenna til framhaldsnáms eða rannsókna í Bandaríkjunum. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð eftir 1. ágúst ár hvert og sækja þarf um fyrir 1. desember fyrir næsta skólaár þar á eftir. Styrkur fyrir erlendar konur kemur úr sjóði sem kallast "International Fellowships". Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á heimasíðu AAUW Educational Foundation.
Wenner-Gren Foundation for Anthropological Research Inc.
Wenner-Gren Foundation for Anthropological Research Inc. veitir styrki til doktorsnáms (ritgerðar). Styrkirnir eru veittir til rannsókna á öllum sviðum mannfræðinnar og til verkefna hvar sem er í heiminum. Umsóknin verður að koma sameiginlega frá þeim sem sækist eftir gráðunni og prófessor eða öðrum umsjónarmanni ritgerðarinnar. Umsóknarfrestir renna út 1. maí og 1. nóvember. Nánari upplýsingar má finna hér og hjá Wenner-Gren Foundation for Anthropological Research Inc., 220 Fifth Avenue, 16th Floor, New York, NY, USA 10001-7708 s. 212 683 5000 - fax: 212 683 9151
The Scandinavia-Japan Sasakawa Foundation
Íslandsdeild Scandinavia-Japan Sasakawa Foundation mun árlega verja um 3-4 milljónum króna til að styrkja tengsl Íslands og Japans. Aðallega verða veittir styrkir til menntamála og rannsóknarverkefna, en auk þess fáeinir styrkir á sviði menningar og lista. Styrki þessa má veita stofnunum og einstaklingum. Styrkirnir eru til verkefna í samstarfi eða í tengslum við japanska aðila. Veittir eru ferðastyrkir, námsstyrkir og styrkir til skammtímadvalar í Japan. Í umsókn, sem verður að vera á ensku, skal gefa stutta en greinargóða lýsingu á fyrirhuguðu verkefni ásamt fjárhagsáætlun og meðmælum a.m.k. tveggja umsagnaraðila. Auk þess verður að fylgja náms- og starfsferill umsækjanda og staðfesting frá samstarfsaðila í Japan og/eða þeim tengilið, sem skipuleggur dvölina þar. Fyrir hönd fulltrúa Íslands í stjórn Scandinavia-Japan Sasakawa Foundation tekur ritari Íslandsdeildar við umsóknum og veitir frekari upplýsingar: Björg Jóhannesdóttir, Bústaðavegi 77, 108 Reykjavík, sími +354 5152607 / +354 8205292, netfang: bjorgmin@gmail.com Einnig má finna upplýsingar á heimasíðu SJSF. Umsóknir skulu berast fyrir 1. mars.
GoodCall leitarvél að styrkjum
Leitarvélin GoodCall býður m.a. upp á aðgengilega leit að styrkjum til háskólanáms í Bandaríkjunum.
Styrkir til náms í menntavísindum í Árósum
Í boði eru styrkir fyrir íslenska námsmenn sem stunda nám í menntavísindum við Danish School of Education í háskólanum í Árósum. Það er stofnunin The Associate Professor Ragna Lorentzen Foundation sem veitir styrki til íslenskra námsmanna sem eru að sækja um nám eða stunda nám í BS, MA, MSc og skiptinámi við Danish School of Education í Háskólanum í Árósum. Styrkir eru helst veittir nemendum sem eru í fullu námi, grunnnámi eða meistaranámi en nemendur í doktorsnámi, þ.m.t. skiptinemar, eru einnig hvattir til að sækja um. Styrkurinn er veittur til nemenda sem hafa takmarkaðan fjárhagsstuðning. Styrkurinn er auglýstur árlega í kringum áramót en fresturinn er í byrjun maí. Nánari upplýsingar má nálgast á vef sjóðsins.
Styrkjaleit í Bretlandi
Vanier Canada Graduate Scholarships (Vanier CGS) program
Vanier CGS býður styrki til doktorsnáms í kanadískum háskólum. Hver styrkur er að andvirði 50.000 kanadískra dollara í 3 ár. Upplýsingar um umsóknarfrest, umsóknareyðublöð og skilyrði er að finna á heimasíðu Vanier CGS.
Styrkir til kvenna fyrir nám í Bandaríkjunum
Leitarsíða fyrir styrki til kvenna sem vilja stunda nám í Bandaríkjunum er að finna hér.
The Krebs Memorial Scholarship – styrkir til lífefnafræðinga í Bretlandi
Sjóðnum er ætlað að styrkja lífefnafræðinga til framhaldsnáms við breska háskóla, þó fyrst og fremst þá sem hyggjast stunda doktorsnám í lífefnafræði eða skyldum greinum og hafa orðið að gera hlé á námi vegna sérstakra aðstæðna eða eiga ekki kost á að sækja um opinbera styrki. Styrkurinn á að nægja til að greiða skólagjöld og uppihald einstaklings. Hann er veittur til eins árs í senn en hægt er að sækja um allt að þriggja ára framlengingu. Ætlast er til að umsækjendur hafi tryggt sér skólavist þegar sótt er um styrkinn og verður umsóknin að fara um hendur deildarforseta eða yfirmanns þeirrar deildar sem viðkomandi ætlar að stunda nám við. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Biochemical Society.
Education USA
Bandarísk leitarvél að námi þar sem meðal annars er að finna upplýsingar um styrki.
Alþjóðlegir styrkir Rótarýhreyfingarinnar
Rótarýsjóðurinn, ROTARY FOUNDATION, sem rekinn er af Alþjóðlegu Rótarýhreyfingunni veitir styrki til meistaranáms. Árlega eru umsóknarfrestir auglýstir undir tilkynningum hér á síðunni.
Styrkirnir er veittir til náms og rannsókna, sem tengjast alþjóðasamstarfi og eflingu friðar í heiminum og eru ætlaðir fólki sem þegar hefur reynslu af alþjóðastarfi auk þess að hafa lokið fyrstu háskólagráðu. Venjulega er auglýst eftir umsóknum í febrúar eða mars. Í þessu skyni hefur Rótarýsjóðurinn komið á samvinnu við fimm virta háskóla:
- Duke University and University of North Carolina at Chapel Hill, USA
- International Christian University, Tokyo, Japan
- University of Bradford, West Yorkshire, England
- University of Queensland, Brisbane, Australia
- Uppsala University, Uppsala, Sweden
Styrkirnir, sem eiga að standa undir tveggja ára námskostnaði, eru alþjóðlegir samkeppnisstyrkir. Umsækjendur skulu að loknu háskólaprófi hafa aflað sér umtalsverðrar reynslu af störfum við mannúðarmál innan lands eða utan.
Rótarýhreyfingin á Íslandi getur mælt með umsókn með hliðsjón af viðtali og könnun á námsferli og störfum. Makar, afkomendur og makar afkomenda lifandi Rótarýfélaga geta ekki sótt um styrkinn.
Nánari upplýsingar um námið, háskólana, umsóknarferli- og skilmála er að finna hér Einnig má nálgast upplýsingar á heimasíðu Rótarýumdæmisins.
Umsækjendur eru beðnir kynna sér ítarlega reglur sjóðsins og fylla út umsóknareyðublað hér.
Styrkur til doktorsnáms við European University Institute í Flórens
European University Institute í Florence veitir styrk til doktorsnáms á hverju ári. Nánari upplýsingar um styrkinn má finna á heimasíðu EUI. Umsóknarfrestur er til 31. janúar á ári hverju.
Nordplus fyrir háskólastigið
Menningar- og framfarasjóður Ludvigs Storr
Styrkirnir eru ætlaðir jarðefnafræðingum, verkfræðingum, arkitektum, tæknifræðingum og iðnaðarmönnum til framhaldsnáms, svo og til rannsókna á hagnýtum úrlausnarefnum í þessum greinum. Við mat á því hvort umsækjandi skuli hljóta styrk, skal lagt til grundvallar hvort framhaldsnám umsækjanda eða rannsóknir geti stuðlað að raunhæfum framförum í þeirri grein sem um ræðir. Nánari upplýsingar um styrkina hér. Senda á umsóknir í ábyrgðarpósti til Menningar- og framfarasjóður Ludvigs Storr, Laugavegi 15, 101 Reykjavík Einnig er hægt að koma umsóknum til skila í lokuðu umslagi til styrktarsjóða Háskóla Íslands, Aðalbyggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Frank Óskar Pitt viðskiptafræðingur, fopitt@outlook.com umsjónarmaður sjóðsins.
Framleiðnisjóður landbúnaðarins
Styrkir til rannsókna- og þróunarverkefna á sviði landbúnaðar. Lögð er áhersla á að verkefnin séu til þess fallin að auka framleiðni og arðsemi í landbúnaði. Forgang njóta verkefni sem efla nýsköpun. Nánari upplýsingar á vef Framleiðnisjóður Landbúnaðarins,fl@fl.is og á vef Búnaðarsambandsins.
Námsstyrkur í Hollandi á sviði vatnsverndar og hreinlætisaðgerða
Rotary hreyfingin og UNESCO-IHE Institute for Water Education veita árlega styrki til meistaranáms á sviði vatnsverndar og heinlætisaðgerða við UNESCO-IHE Delft skólann í Hollandi. Sækja skal um fyrir 15. júní hvert ár. Frekari upplýsingar eru hér:application toolkit. Einnig má senda tölvupóst á grants@rotary.org.
SU styrkir fyrir námsmenn í Danmörku
Til að eiga rétt á SU þarf að uppfylla viss skilyrði. Erlendir ríkisborgarar geta sótt um undanþágu frá þessum reglum á þrem forsendum:ef viðkomandi hefur unnið í Danmörku í meira en 10 vikur, a.m.k. 12 tíma á viku.ef viðkomandi hefur verið búsettur í Danmörku í fimm ár samfleytt.ef viðkomandi hefur flutt flytur til Danmerkur fyrir tvítugt og býr þar ásamt foreldrum. Frekari upplýsingar má finna hér. Því bæta við að fái námsmáður SU, getur hann ekki jafnframt fengið lán frá Menntasjóði námsmanna.
Námsstyrkir í Austurríki
Leit að styrkjum til náms í Austurríki af síðu Österrechischer Austauschdienst.
Euraxess
Á vef Euraxess er að finna styrki og launaðar rannsóknarstöður fyrir doktorsnema og nýdoktora út um alla Evrópu og víðar.
Styrkir til náms í Póllandi
Pólska menntamálaráðuneytið (NAWA) veitir árlega styrki til meistaranáms. Styrkurinn felur sér niðurfellingu skólagjalda í opinberum háskólum og styrk fyrir uppihaldi (um það bil 460 € á mánuði). Hægt er að stunda nám bæði á pólsku og á öðrum tungumálum. Frekari upplýsingar eru hér.
Styrkur frá stjórnvöldum í Slóvakíu
Stjórnvöld í Slóvakíu bjóða upp á styrki fyrir erlenda náms- og fræðimenn til náms og fræðistarfa við háskóla og vísindastofnanir í Slóvakíu. Umsóknarfrestir eru tveir 15. maí og 15. nóvember. Sjá nánar á heimasíðu NSP.
Doktorsnám hjá EMBL, sameindalíffræðistofnun Evrópu
Ísland er aðili að EMBL, sameindalíffræðistofnun Evrópu. EMBL - European Molecular Biology Laboratory í Þýskalandi (www.embl.org) býður upp á doktorsnám í sameindalíffræði og geta Íslendingar nú sótt um námsdvöl við stofnunina. Nemendur, sem teknir eru inn í námið, fá framfærslustyrk á meðan á námi stendur. Stofnunin er í fremstu röð á sínu sviði og samkeppni því mikil. Þeir sem telja sig eiga erindi í doktorsnám í sameindalíffræði hjá EMBL eru hvattir til að kynna sér námið, tilhögun þess og senda inn umsókn. Umsóknarfrestur hefur yfirleitt verið 1. desember ár hvert. Allar upplýsingar um námið er að finna á vefsíðunni. Einungis er tekið við umsóknum á netinu. Frekari fyrirspurnir má senda til predocs@embl.de
MAWISTA scolarships for extraordinary personalities
Árlega er veittur einn styrkur til náms í Þýskalandi fyrir nemendur hvaðan sem er úr heiminum sem eiga börn. Nánari upplýsingar hér.
BARI Styrkir fyrir rannsóknartengt starfsnám á háskólastigi
BARI (BARI stendur fyrir Baltic Science Network Mobility Programme for Research Internships) er nýtt prógram sem veitir meðal annars styrki fyrir rannsóknartengt starfsnám á sviði lífvísinda, ljóseindarvísinda, nifteindafræða og velferðarríkja (Life Sciences, Photon & Neutron Science and Welfare State). Þátttökulönd eru þau lönd sem tilheyra Eystrasaltsráðinu: Danmörk, Eistland, Finnland, Þýskaland, Ísland, Lettland, Litháen, Noregur, Pólland, Svíþjóð, Rússland og Hvíta Rússland. Umsóknarferlið er tvíþætt: Doktorsnemar sækja um að ráða til sín starfsnema (sem er í grunn- eða framhaldsnámi) í rannsóknartengt starfsnám. Grunn- og framhaldsnemar geta síðan sótt um að fara í rannsóknartengt starfsnám hjá doktorsnema.
Explorer styrkur til náms á Bretlandi
Einstaklingar sem stefna á háskólanám til fullrar gráðu í Bretlandi, annaðhvort á meistara- eða doktorsstigi. Styttra námstímabil, eins og skiptinám, er ekki styrkhæft. Umsækjendur eiga einnig kost á launaðri starfsþjálfun við breskt fyrirtæki eða stofnun, sem skipulagt er af Geimferðastofnun Bretlands innan ramma SPIN-áætlunarinnar
Hrafnkelssjóður
Hrafnkelssjóður var stofnaður 1930 af hjónunum Ólafíu Guðfinnu Jónsdóttur og Einari Þorkelssyni til minningar um son þeirra Hrafnkel Einarsson stud.polit. Styrk úr sjóðnum er úthlutað annað hvert ár, (þó er sú ákvörðun bundin við sjóðsstjórn). Hlutverk Hrafnkelssjóðs er að veita íslenskum stúdentum styrk, þeim sem þess þurfa, til að sækja nám við erlenda háskóla og gilda um það eftirfarandi reglur: Íslenskir stúdentar, sem hyggja á nám erlendis á meistara- eða doktorsstigi, og hafa lokið íslensku stúdentsprófi með að minnsta kosti annarri einkunn, eiga rétt á að sækja um styrk til sjóðsins. Umsækjendur skulu greina frá eftirfarandi:Námsgrein og skólaStaðfestri skólavistFerilskráHvernig námið muni gagnast umsækjanda og framtíðarsýnHvort umsækjandi njóti styrkja annars staðar fráAfrit prófskírteinis og meðmæli fylgi umsóknVið úthlutun úr Hrafnkelssjóði árið 2018 var styrkurinn krónur 1.000.000 kr. Stjórn Hrafnkelssjóðs auglýsir styrkveitingu og skulu umsóknir hafa borist í síðasta lagi 13. júlí þau ár sem veitt er styrk. Styrkúthlutun er yfirleitt tilkynnt 13. ágúst. Umsóknum um styrk úr Hrafnkelssjóði skal skilað til formanns Stúdentaráðs Háskóla Íslands á skrifstofu Stúdentaráðs, Háskólatorgi 2. hæð, við Sæmundargötu, 101 Reykjavík Allar upplýsingar má finna á heimasíðu HÍ.
Styrkir frá ítölskum stjórnvöldum
Ítölsk stjórnvöld bjóða íslenskum nemendum að sækja um styrk til námsdvalar á Ítalíu. Styrkirnir eru ætlaðir til náms í 3, 6, 9 eða 12 mánuði við ítalskan háskóla eða sambærilega stofnun. Umsækjendur geta verið í grunn- eða framhaldsnámi, einnig geta ítölskukennarar sem vilja sækja styttri tungumála- eða menningarnámskeið sótt um styrk. Góð þekking á ítölsku er skilyrði. Umsækjendur þurfa að vera 35 ára eða yngri, fyrir utan kennara. Sækja skal um á tímabilinu lok febrúar til lok mars. Nánari upplýsingar um styrkina og umsóknarferlið er að finna á vef ítalska utanríkisráðuneytisins.
Alpbach styrkir fyrir námskeið í Austurríki
Alpach er þverfaglegur vettvangur fyrir vísindi, stjórnmál, viðskipti og menningu. Það var stofnað 1945 og stendur árlega fyrir ýmsum viðburðum þar sem markmiðið er að bjóða upp á ráðstefnur og námskeið og skapa þar umræður um félagsleg og pólitísk málefni.
Hverjir geta sótt um? Ungt fólk undir 30 ára aldri frá öllum fræðasviðum, einnig fólk sem hefur ekki útskrifast.
Hvað er styrkt? Námskeiðsgjöld en einnig er hægt að sækja um viðbótarstyrk fyrir uppihaldi á meðan námskeiði stendur.
Styrkur til náms í Kína
Bandaríski auðmaðurinn Schwarzman veitir árlega nokkra styrki til náms í Kína. Flestir styrkþeganna eru bandarískir en fólk frá öðrum þjóðum hefur einnig fengið styrk og Íslendingum er frjálst að sækja um þá. Frekari upplýsingar eru hér.
Styrkir til kvenna í meistara- og doktorsnámi í Bretlandi
British Federation Of Women Graduates samtökin veita margvíslega styrki til kvenna í meistara- og doktorsnámi. Frekari upplýsingar eru á vef samtakanna.
Menntasjóður Viðskiptaráðs Íslands veitir styrki til framhaldsnáms við erlenda háskóla
Viðskiptaráð veitir styrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands (MVÍ) til einstaklinga í framhaldsnámi við erlenda háskóla í greinum sem tengjast atvinnulífinu og stuðla að framþróun þess. Frekari upplýsingar veitir Viðskiptaráð, Borgartúni 35, 105 Reykjavík. Sími 510 7100. mottaka@vi.is. Einnig má finna upplýsingar á heimasíðu Viðskiptaráðs Íslands.
Canon Foundation styrkir til náms og rannsókna í Japan
Árlega eru veittir 10 - 15 styrkir úr Canon Foundation Research Fellowships sjóðnum til náms og rannsókna í öllum greinum. Tilgangurinn er að leggja fram stuðning við vísindi, sérstaklega sem viðkemur samskiptum Japans og Evrópu. Styrkirnir eru ætlaðir Japönum og Evrópubúum og eru veittir til eins árs. Þetta eru ekki styrkir fyrir grunnnám. Umsækjendur leggi inn umsókn ásamt meðmælum frá tveim aðilum, ferilskrá, ritaskrá, staðfest afrit af prófskírteinum, ásamt tveimur ljósmyndum. Nánari upplýsingar hér
Dora Plus styrkur í Eistlandi
Erlendir meistara- og doktorsnemar geta sótt um Dora+ styrk. Skilyrði fyrir styrkveitingunni er að þeir séu í fullu námi sem er innan þess tímaramma sem eðlilegur þykir. Hægt er að sækja um styrk í 1-10 mánuði. Styrkupphæðin er 350 Evrur á mánuði fyrir meistaranema og 422 Evrur fyrir doktorsnema. Doktorsnemar geta einnig sótt ferðastyrk á ári til síns heimalands. Nánari upplýsingar.
Námsstyrkir rótarýmanna í Georgíufylki í Bandaríkjunum
Rótarýfélagar í Georgíufylki í Bandaríkjunum veita árlega 70-80 styrki til eins árs náms í háskóla í fylkinu og Íslendingum er boðið að sækja um þá.
Umsækjendur skulu vera á aldrinum 18-24 ára, vera góðir námsmenn og hafa lokið stúdentsprófi þegar styrktímabil hefst. Börn Rótarýfélaga geta sótt um til jafns við aðra, en Georgíumenn ákveða í hvaða skóla hver styrkþegi fer. Um 60 Íslendingar hafa hlotið þennan styrk. Umsóknarfrestur er til 30. september ár hvert. Nánari upplýsingar má finna hér.
Styrkir til náms í Ástralíu
International Research Scholarship styrkir eru ætlaðir erlendum stúdentum í masters- eða doktorsnámi við ástralska háskóla. Um leið og umsækjendur skrá sig í háskólana er best að geta þess að viðkomandi hafi áhuga á að sækja um styrkinn. Umsóknarfrestur er mismunandi eftir skólum en í flestum tilfellum rennur hann út í september/ október. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást við alla ástralska háskóla, sem sjá um að auglýsa umsóknarfrest og taka við umsóknum. Hér eru upplýsingar um styrkina.
Styrkir til náms í Ontario Kanada
Stjórn Ontario veitir 1000 erlendum stúdentum sem sýna framúrskarandi árangur í námi möguleika á lægri skólagjöldum. Háskólarnir veita sjálfir undanþágurnar og stúdentar ættu að spyrjast fyrir um þær þegar þeir sækja um skólavist. Stjórn Ontario veitir einnig erlendum stúdentum í framhaldsnámi 60 námsstyrki. Nánari upplýsingar hér. Umsóknarfrestur er um miðjan nóvember.
Rannsóknarstyrkir í Grikklandi
Alexander S. Onassis Public Benefit Foundation býður upp á dvalar- og rannsóknarstyrki fyrir meistara- eða doktorsnema undir 40 ára og aldri og hyggja á rannsóknir í Grikklandi. Styrkinn er mest hægt að fá í 12 mánuði. Nánari upplýsingar fást á vefsíðu sjóðsins.
Árlegur námsstyrkur kínverskra stjórnvalda
Kínversk stjórnvöld veita einum námsmanni frá Íslandi námsstyrk ár hvert. Umsóknafrestur er í upphafi árs og er auglýstur undir fréttir og tilkynningar á forsíðu Farabara.
Styrkir frá rússneskum sjórnvöldum
Námssjóður J.C. Möllers veitir styrki fyrir nemendur í rafmagnsverkfræði
Einu sinni á ári er úthlutað styrk úr Námssjóð J.C. Möllers til eins eða tveggja efnilegra íslenskra stúdenta í einhverjum af tækniháskólum Norðurlandanna. Styrkurinn er ætlaður nemendum í rafmagnsverkfræði og þá sérstaklega nemendum í Danmarks Tekniske Universitet í Kaupmannahöfn. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Verkfræðingafélag Íslands. Skriflegar umsóknir ásamt staðfestingu skóla um upphaf náms og áætluð námslok þurfa að hafa borist skrifstofu Verkfræðingafélags Íslands fyrir 30. september. Umsóknir skulu sendar: Námssjóður J.C.Möllers B.t. Verkfræðingafélags Íslands, Engjateigi 9, 105 Reykjavík.
Árlegir námsstyrkir franska ríkisins
Sendiráð Frakklands býður íslenskum stúdentum námsstyrki á hverju skólaári fyrir nám í Frakklandi. Hvað felst í styrkjunum? Mánaðarlegir styrkir til uppihaldi, greiðsla á innritunargjöldum í opinberum háskólum, forgangur á stúdentagörðum og aðstoð við stjórnsýslu háskólanna. Tekið er við umsóknum um styrkina á vorin. Umsóknarfrestur er auglýstur þegar þar að kemur. Styrkirnir ná til allra fræðasviða en eru einkum ætlaðir nemendum í meistara- eða doktorsnámi sem hyggjast stunda að minnsta kosti eins eða tveggja missera nám í Frakklandi. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá Franska sendiráðinu: Franska sendiráðið Menningar- og vísindadeild Túngötu 22 P.O. Box 1750 101 Reykjavík Sími: 575 9600 ambafrance@ambafrance-is.org
Saltire styrkur til Skotlands
Skoska ríkið veitir styrki til náms í Skotlandi.
Ath. því miður er ekki boðið upp á styrki fyrir skólaárið 2023-2024
Bandarísk leitarsíða að styrkjum
Franskur styrkur til afburðanema í stærðfræði
Fondation Sciences Mathématiques de Paris úthlutar árlega styrkjum í stærðfræði og tölvunarfræði á meistara, doktors og póst-doktorsstigi. Upplýsingar um umsóknarfrest er að finna á vef sjóðsins: Styrkir á meistarastigi (opnir nemendum utan Frakklands)Rannsóknarstyrkir á doktorsstigi. Franska sendiráðið veitir einnig upplýsingar ef sendur er póstur á netföngin renaud.durville@diplomatie.gouv.fr / ambafrance@ambafrance-is.org
Náms-og ferðastyrkir í Bretlandi á sviði fornleifafræði og fornminja
Lambarde Memorial Fund sjóðurinn veitir náms- og ferðastyrki á sviði fornleifafræði og fornminja á þriggja ára fresti. Nánari upplýsingar má finna hér og hjá: General Secretary, Society of Antiquaries of London, Burlington House, Piccadilly, London W1V 0HS England +44 0171 734 0193
Norræna stofnunin veitir styrki til rannsókna á þróunarmálum í Afríku
Stofnunin sem hefur aðsetur í Uppsölum í Svíþjóð, veitir norrænum háskólastúdentum, fræðimönnum, og blaðamönnum styrki til rannsókna á þróunarmálum í Afríku. Styrkirnir eru veittir einu sinni á ári. Nánari upplýsingar hjá The Nordic Afrika Instutude
DAAD styrkir til háskólanáms og rannsóknarstarfa í Þýskalandi
Þýsk stjórnvöld veita styrki til náms og rannsókna í Þýskalandi. Um marga ólíka styrki er að ræða. Sótt er um rafrænt á vef DAAD. Athugið að frestur er misjafn eftir styrkjaflokkum og kerfinu er lokað fyrir hvern þeirra þegar hann er liðinn. Með því að velja Ísland í dálknum til vinstri sést hvaða styrkir eru í boði.
Mikilvægar upplýsingar fyrir umsækjendur
Gagnlegar upplýsingar fyrir fólk með fatlanir
Athugið sérstaklega: Íslendingar keppa við allar aðrar Norðurlandaþjóðirnar um styrki til náms og við allar aðrar þjóðir um styrki til doktorsnáms eða post-doktor rannsókna. Einkunn úr fyrra námi er fyrst og fremst notuð til að velja styrkþega en þó er tekið tillit til kynningarbréfs viðkomandi. Góð þýskukunnátta er ekki skilyrði þar sem töluverður hluti framhaldsnáms í Þýskalandi fer fram á ensku og nemendum gefst kostur á að sinna þýskunámi samhliða öðru námi. Þýsku styrkirnir eru óvenju háir og til langs tíma þegar tekið er tillit til þess að skólagjöld eru engin og veittur er sérstakur styrkur til maka og barna. Þýska sendiráðið ( info@reykjavik.diplo.de) veitir allar frekari upplýsingar um þessa styrki.
Chevening styrkir til framhaldsnáms í Bretlandi
Hægt er að sækja um styrki frá bresku ríkisstjórninni til mastersnáms í breskum háskólum sem geta numið allt að 10.000 GBP.
Umsóknarfrestur er í nóvember hvert ár en nánari dagsetning er birt á vef styrksins. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru á heimasíðu Chevening.
Árin 2022-2025 verður einnig veittur einn sérstakur STEM styrkur á ári til nemenda sem stundar nám í vísindum (STEM) við breskan háskóla. Styrkurinn er samstarf UKSA (geimvísindastofnun Bretlands) og mennta- og menningarmálaráðuneytis Íslands.
Leit að styrkjum í Bretlandi
Á þessum vef er hægt að leita að styrkjum og finna ýmsar hagnýtar leiðbeiningar um nám í Bretlandi.
Árlegir náms-og rannsóknarstyrkir frá Lettneskum stjórnvöldum
Lettnesk stjórnvöld veita á hverju ári styrki til nemenda eða starfsfólks háskóla sem búsett eru á Íslandi og vilja stunda háskólanám eða rannsóknir í Lettlandi. Einnig er hægt að sækja um styrki fyrir sumarskóla sem háskólar í Lettlandi standa fyrir. Umsóknarfrestur er 1. apríl ár hvert og er auglýstur undir fréttir og tilkynningar á forsíðu Farabara. Frekari upplýsingar fyrir erlenda nemendur í Lettlandi.
Leitarvél að styrkum á Ítalíu
Hér má finna krækju á leitarvélina Italian Beccas and Scholarships